Flestir vilja hafa munnheilsuna í lagi

Brynja Björk Harðardóttir, tannlæknir, opnaði á dögunum tannlæknastofuna Tannprýði að Hlíðasmára 19 í Kópavogi, en Brynja hefur mikla reynslu af tannlækningum.

Starfaði í Stokkhólmi í 11 ár Kópavogspósturinn heyrði í henni hljóðið og spurði hana almennt um stofuna og tannlækningar og hvernig það hafi kom það til að hún ákvað að stökkva í djúpu laugina og opna eigin stofu? ,,Ég flutti til Stokkhólms tiltölulega nýútskrif-uð frá HÍ og bjó þar og starfaði í rúm ellefu ár. Þegar ég kom heim aftur árið 2016 var pínulítið erfitt að skilja kúnnahópinn eftir þar, en það var strax planið hjá mér að vinna að því að opna eigin stofu hér og nú hefur draumurinn ræst,” segir hún brosandi.

Allar almennar tannlækningar

Og hvernig stofa er þetta? ,,Við stundum allar almennar tannlækningar á stofunni og erum í góðu samstarfi við sérfræðinga í faginu. Við tökum vel á móti börnum, fullorðnum, öldruðum og svo hef ég mikla reynslu af að vinna með tannlæknahræddum,” segir hún og bætir við: ,,Ég er einnig mjög heppin að hafa frábært samstarfsfólk með mér á stofunni.”

Býður þú upp á tannréttingar? ,,Já, ég hef unnið við svokallaðar léttar tannréttingar með ósýni-legum skinnum síðan 2014.”

Nýja stofan er vel tækjum búin

Íslendingar hugsa almennt vel um tennurnar

Hugsa Íslendingar almennt vel um tennurnar og mæta reglulega til tannlæknis eða eru þeir smá slugsar í þess-um málum? ,,Ég myndi segja að Íslendingar hugsi almennt vel um tennurnar og ég upplifi að flestir vilja hafa munnheilsuna í lagi. Það eru ekki bara tennur sem við skoðum í þessu árlega tékki heldur líka munnslímhúð og fleira. Við getum t.d. uppgötvað krabbamein og er mikilvægt að við séum vakandi fyrir því. Flestir mæta 1 sinni á ári og fer það alfarið eftir stöðu hvers og eins. Sumir þurfa að koma oftar í tannhreinsun til að fyrirbyggja bólgur, beintap og tannlos.”

Orkudrykkir hafa tröllriðið markaðnum með skelfilegum afleiðingum undanfarin 5 ár

En hvaða efni eru það sem valda tönnunum helstum skaða í dag, er það enn sælgæti og sykraðir drykkir og nú hefur einnig verið talað um orkudrykkina eða hvað ber helst að varst? ,,Jú, þessir hlutir sem þú telur upp eru enn það sem veldur tönnum skaða, en á síðustu 5 árum hafa orkudrykkir algjörlega tröllriðið markaðnum með skelfilegum afleiðingum. Vegna þess hve súrir þeir eru valda þeir glerungseyðingu sem er óafturkræf. Glerungur- inn hreinlega leysist upp og þynnist og tennurnar verða gular. Fyrir utan ótal önnur neikvæð áhrif á líkamann þá eru þeir stór skaðvaldur á tennur.”

Skola munninn með vatni eftir hvern kaffibolla

Og svo er það blessaða kaffið, er það sá drykkur sem helst litar tennurnar gular – hvernig er hægt að bregðast við því? ,,Þá er t.d. hægt að koma í tannhreinsun eða tannhvíttun til mín. Ég mæli sterklega með því að fólk skoli munn með vatni eftir hvern kaffibolla til að skola litinn burt sem annars sest á tennur.”

Það er fallegt um að litast á biðstofunni

Þrívíddarskanninn slær í gegn

Eru alltaf að koma einhverjar nýjungar í tannlæknageirann, nýjar aðferðir og efni? ,,Ó já, og það er eitt af því sem gerir þetta starf svo skemmtilegt. Tvímælalaust er það þrívíddarskanninn sem kúnnarnir kunna helst að meta. Hann skannar munninn með lítilli myndavél í staðinn fyrir máttökuna sem fær suma til að kúgast hressilega.”

En þú ert full tilhlökkunar að opna stofuna og býður öllum bæjarbúum að koma og setjast í stólinn hjá þér? ,,Svo sannarlega. Ég hlakka til að taka á móti ungum sem öldnum á nýju, vel búnu stofuna mína,” segir Brynja að lokum.

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar