Fjórir Stjörnumenn í U16 ára drengjalandsliðinu í körfubolta

Á morgun fimmtudag 8. ágúst er komið að því fyrir U16 ára drengja landsliðið í körfubolta að hefja leik í B-deild U16 EuroBasket yngri landsliða, en í 12 manna hópi eru 4 leikmenn úr Stjörnunni. Mótið fram fer í Skopje í Norður-Makedóníu og mæta stákarnir okkar Svartfjallalandi í fyrsta leik kl.14:00 að íslenskum tíma. Mótinu lýkur laugardaginn 17. ágúst.

22 þjóðir taka þátt í B-deildinni í fjórum riðlum, strákarnir okkar eru í riðli með Svartfjallalandi, Hollandi, Luxembourg, Tékklandi og Kýpur. Eftir riðlakeppnina verður leikið um sæti 1-8, 9-16 og 17-22. 46 þjóðir taka þátt í U16 EuroBasket drengja , 16 þjóðir er í A-deild,  22 þjóðir í B-deild og 8 þjóðir í C-deild.

Emil Barja þjálfari liðsins hafði þetta að segja: ,,Góð stemning er í hópnum fyrir Evrópumótið. Eftir að hafa endað í öðru sæti á Norðurlandamótinu þá er markmiðið  að enda í efstu tveimur sætum í riðlinum okkar og spila í  8 liða úrslitum. Við þekkjum lítið hin liðin sem eru með okkur í riðli en við erum tilbúnir í allar áskoranir. Æfingar hafa gengið vel og hafa strákarnir lagt mikla vinnu í að bæta liðið og verða betri eftir NM.“

U16 drengja er skipaði eftirtöldum leikmönnum á EM

Jakob Kári LeifssonStjarnan
Marinó Gregers OddgeirssonStjarnan
Patrik Joe BirminghamNjarðvík
Róbert Nói ÓskarssonLake Highland Prep, USA
Bóas Orri Unnarsson1939 Can­ari­as, Spánn
Leó SteinsenBK Höken, Svíþjóð
Sturla BöðvarssonSnæfell
Jón Árni GylfasonSkallagrímur
Pétur HarðarsonStjarnan
Jökull ÓlafssonKeflavík
Viktor Máni ÓlafssonStjarnan
Logi SmárasonLaugdælir

Hægt er að sjá allt um mótið, dagskrá leikja, riðla og stöðu, lifandi tölfræði og opið beint streymi frá öllum leikjum á heimasíðu FIBA U16 EuroBasket B-division

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar

Vefkökur og persónuvernd

Vefur kgp.is notast við vefkökur í þeim tilgangi að veita þér sem bestu upplifun þegar þú heimsækir okkur á vefnum.  Vefkökurnar eru vistaðar í vafranum þínum og þjóna m.a. þeim tilgangi að kerfið "þekkir þig" þegar þú kemur aftur á vefinn okkar.  Þannig þarftu t.d. ekki að fara aftur í gegnum samþykktarferlið fyrir vefkökur, ert ekki spurð(ur) aftur og aftur hvort þú vilt skrá þig á póstlista eða um aðra virkni sem þú hefur annað hvort samþykkt eða hafnað í fyrri heimsóknum o.fl. o.fl.

Þú getur stillt vefkökurnar hér til vinstri.

Með kærri kveðju,
Starfsfólk KGP.is vefsins