Á morgun fimmtudag 8. ágúst er komið að því fyrir U16 ára drengja landsliðið í körfubolta að hefja leik í B-deild U16 EuroBasket yngri landsliða, en í 12 manna hópi eru 4 leikmenn úr Stjörnunni. Mótið fram fer í Skopje í Norður-Makedóníu og mæta stákarnir okkar Svartfjallalandi í fyrsta leik kl.14:00 að íslenskum tíma. Mótinu lýkur laugardaginn 17. ágúst.
22 þjóðir taka þátt í B-deildinni í fjórum riðlum, strákarnir okkar eru í riðli með Svartfjallalandi, Hollandi, Luxembourg, Tékklandi og Kýpur. Eftir riðlakeppnina verður leikið um sæti 1-8, 9-16 og 17-22. 46 þjóðir taka þátt í U16 EuroBasket drengja , 16 þjóðir er í A-deild, 22 þjóðir í B-deild og 8 þjóðir í C-deild.
Emil Barja þjálfari liðsins hafði þetta að segja: ,,Góð stemning er í hópnum fyrir Evrópumótið. Eftir að hafa endað í öðru sæti á Norðurlandamótinu þá er markmiðið að enda í efstu tveimur sætum í riðlinum okkar og spila í 8 liða úrslitum. Við þekkjum lítið hin liðin sem eru með okkur í riðli en við erum tilbúnir í allar áskoranir. Æfingar hafa gengið vel og hafa strákarnir lagt mikla vinnu í að bæta liðið og verða betri eftir NM.“
U16 drengja er skipaði eftirtöldum leikmönnum á EM
Jakob Kári Leifsson | Stjarnan |
Marinó Gregers Oddgeirsson | Stjarnan |
Patrik Joe Birmingham | Njarðvík |
Róbert Nói Óskarsson | Lake Highland Prep, USA |
Bóas Orri Unnarsson | 1939 Canarias, Spánn |
Leó Steinsen | BK Höken, Svíþjóð |
Sturla Böðvarsson | Snæfell |
Jón Árni Gylfason | Skallagrímur |
Pétur Harðarson | Stjarnan |
Jökull Ólafsson | Keflavík |
Viktor Máni Ólafsson | Stjarnan |
Logi Smárason | Laugdælir |
Hægt er að sjá allt um mótið, dagskrá leikja, riðla og stöðu, lifandi tölfræði og opið beint streymi frá öllum leikjum á heimasíðu FIBA U16 EuroBasket B-division