Stjörnhlaupið var haldið sl. laugardag og þótti takast vel, en tvær nýjar brautir voru í boði, 2km og 10km braut. Það skemmtilega við 10km brautina var sú að hlaupar snertu flest hverfi Garðabæjar á leiðinni, en alls tóku um 250 manns þátt í hlaupinu.
Arnar Pétur Sigurðsson vann öryggan sigur í 10km hlaupinu, en hann hljóp á tímanum 32:49 og var rúmum 4 mínútum á undan næsta manni. Andrea Kolbeinsdóttir hljóp líka mjög vel í kvennaflokki og sigraði, var rúmum 45 sekúndum á undan næstu konu.
Viktor Orri Fríðuson og María Dröfn Theódórsdóttir sigruðu í 2km hlaupinu.
Almenn ánægja var með hlaupið sem fer aftur fram að ári liðinu.
Sigurvegar í 2km hlaupinu.
Viktor Orri Friðuson, 08:53
Viktor Ágúst Kristinsson, 10:48
Guðmundur Alex Jóhannesson, 11:18
María Dröfn Theódórsson, 11,14
Danrós María Matthissen, 12:05
Elin Ruth Reed, 12;05
Sigurvegar í 10km hlaupinu
Arnar Pétursson, 32:49
Guðlaugur Ari Jónsson, 36,50
Reimar Pétursson, 37:17
Andrea Kolbeinsdóttir, 37:23
María Birkisdóttir, 38:16
Verena Schnurbus, 39,57