Fjölskylduhlaup í stað kvennahlaups á laugardaginn, 1. október

Handknattleiksdeildar Stjörnunnar, í umboði aðalstjórnar, stendur fyrir Fjölskylduhlaupi Garðabæjar laugardaginn 1. október sem hluta af íþróttaviku Evrópu. ,,Það er kærkomið að halda í heiðri því frumkvæði sem Kvennahlaupið var með því að breyta áherslum þess í átt að fjölskylduviðburði í Garðabæ,” segir í fundagerð íþrótta- og tómstundaráðs Garðabæjar, sem leggur til að það fjármagn sem ætlað var til Kvennahlaupsins fari til framkvæmdaraðila Fjölskylduhlaups Garðabæjar. Nú er bara að fjölmenna og taka þátt.

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar