Fjölskyldudagskrá haustsins fer vel af stað

Fyrsta fjölskyldusmiðja haustins fór fram á Hönnunarsafni Íslands sunnudaginn 4. september sl.
Þrátt fyrir veðurblíðu tóku ríflega 50 manns þátt en það var Rán Flygenring sem leiddi sundlaugasmiðju.
Næsta fjölskyldusmiðja fer fram á Bókasafni Garðabæjar laugardaginn 17. september en þá mun Arndís Þórarinsdóttir lesa úr bók sinni Bál tímans en jafnframt verður boðið upp á handritasmiðju.
Gestir eru hvattir til að kynna sér dagskrána í bæklingi sem hægt er að nálgast á Hönnunarsafni, Bókasafni og í þjónustuverinu á Garðatorgi.

Einnig má skoða rafræna útgáfu á vef Garðabæjar undir liðnum menning: menningardagskra-2022.pdf (gardabaer.is)

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar