Fjölmenni og mikill áhugi eldri borgara á verkefninu

Janus Heilsuefling var með mjög góðan kynningarfund í Jónshús, félags-og íþróttastarf eldri borgara í Garðabæ sl. föstudag. Fjölmenni var og mikill áhugi á verkefninu. Nýtt námskeið er að fara af stað núna í september.

Kynningarfundur 7. september kl. 14:30

Það verður annar kynningarfundur á morgun, fimmtudaginn 7. september kl. 14.30 í Jónshúsi. Boðið verður upp á létt spjall um hvernig hægt er að auka lífsgæðin á efri árum, blóðþrýstingsmæling í boði fyrir þá sem vilja og opið fyrir spurningar og spjall.

Allir velkomnir.

Þess má geta að hópurinn sem er í heilsueflingunni hjá Janusi gekk undir góðri leiðsögn Sævars Þórs á Stjörnuvellinum í lok ágúst, en núna eru komin tvö ár frá því að fyrsti hópurinn fór af stað í þetta einstaka heilsuátak.

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar