Fjölga íbúðum við Eskiás um 15 í stað 22

Lögð var fram tillaga að breytingu deiliskipulags Ása og Grunda sem nær til lóðanna Eskiás 7 og Eskiás 10 ásamt þeim athugasemdum sem borist hafa á fundi skipulagsnefndar í síðustu viku.

Skipulagsnefnd kemur þar til móts við innsendar athugaemdir með því að leggja til að þær breytingar verði gerðar á tillögunni að fjölgun íbúða við Eskiás verði 15 í stað 22 og að hámarks hæðafjöldi á lóð nr.7 verði 2 hæðir og hluti byggingar á lóð nr.10 sem eru næst Ásabraut verði einnig 2 hæðir. Ekki er farið fyrir hámarkshæð húsa í gildandi deiliskipulagi.

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar