Fjöldi grunn- og leikskólabarna taka þátt í dagskrá Barnamenningarhátíðar

Fjöldi grunn- og leikskólabarna tekur þátt í dagskrá á Hönnunarsafni Íslands, Bókasafni Garðabæjar og á yfirbyggðum torgum dagana 4. – 8. apríl. Hátíðin var sett af bæjarstjóra, Gunnari Einarssyni, og leikskólabörnum úr Hæðarbóli og leikskóladeild Urriðaholtsskóla á Bókasafni Garðabæjar þar sem sýningin Kynjaverur stendur yfir en þar eru sýnd teikningar barnanna úr skólunum tveimur.

Skipasmiðju á Garðatorgi fyrir 3. bekkinga

Dagskráin fellst í hreyfileiðsögn um sýninguna Sund í Hönnunarsafninu fyrir 1. bekkinga, skipasmiðju á Garðatorgi fyrir 3. bekkinga, ritsmiðju með Gunnari Helgasyni á Bókasafni Garðabæjar og regnbogapælingum-og smiðju fyrir 7. bekkinga á Hönnunarsafninu. Í glerhýsinu á Garðatorgi 1 verða Furðulaugar sem nemendur í 3. og 4. bekkjum grunnskóla Garðbæjar hönnuðu sýndar.

Skólahópar fylla torg og söfn Garðabæjar

„Í fyrra var ekki hægt að bjóða upp á fjölskyldudagskrá í lok Barnamenningarhátíðar og því erum við himinlifandi að geta nú boðið uppá fjör fyrir alla í Hönnunarsafninu, á Bókasafni og einnig í glerhýsum Garðatorgs. Það er mjög gefandi að geta boðið foreldrum að njóta þess sem börnin þeirra hafa verið að gera með sínum skólahópum og skapa, upplifa og njóta saman,“ segir Ólöf Breiðfjörð menningarfulltrúi Garðabæjar.

Á Hönnunarsafninu geta gestir skoðað sýninguna Sund en einnig farið í Sýndarsund sem er sýndarveruleikasýning á jarðhæð safnsins.

Forsíðumynd: Gunnar Einarsson bæjarstjóri og börn úr leikskólanum Hæðarbóli og leikskóladeild Urriðaholtsskóla opnuðu Barnamenningarhátíð í Garðabæ með sýningunni Furðuverur á Bókasafni Garðabæjar

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar

Vefkökur og persónuvernd

Vefur kgp.is notast við vefkökur í þeim tilgangi að veita þér sem bestu upplifun þegar þú heimsækir okkur á vefnum.  Vefkökurnar eru vistaðar í vafranum þínum og þjóna m.a. þeim tilgangi að kerfið "þekkir þig" þegar þú kemur aftur á vefinn okkar.  Þannig þarftu t.d. ekki að fara aftur í gegnum samþykktarferlið fyrir vefkökur, ert ekki spurð(ur) aftur og aftur hvort þú vilt skrá þig á póstlista eða um aðra virkni sem þú hefur annað hvort samþykkt eða hafnað í fyrri heimsóknum o.fl. o.fl.

Þú getur stillt vefkökurnar hér til vinstri.

Með kærri kveðju,
Starfsfólk KGP.is vefsins