Fjölbreytt og krefjandi dansnám fyrir alla aldurshópa

Listdansskóli Hafnarfjarðar, staðsettur í Helluhrauni 16 – 18, býður upp á fjölbreytt og krefjandi dansnám fyrir alla aldurshópa. Skólinn hefur verið starfandi 29 ár í Hafnarfirði og dansgleði, sköpun og góð líkamsþjálfun er ávallt höfð að leiðarljósi í kennslunni.

Glæsilegar jóla- og vorsýningar eru haldnar á ári hverju en vorsýning skólans er alltaf haldin þann 1. maí í Borgarleikhúsinu og er stærsti viðburður skólaársins.

Sumarið 2023

Sumarið 2023 bauð Listdansskóli Hafnarfjarðar upp á fjölbreytt sumarnámskeið í samvinnu við vinnuskóla Hafnarfjarðar við frábærar undirtektir en alls tóku um 130 börn þátt. Að auki fór afrekshópur skólans

út til Braga þar sem hann keppti á Dance World Cup. Hópurinn stóð sig frábærlega og erum við gríðarlega stolt af frammi- stöðu hans.

Haustönn 2023

Haustið 2023 mun Listdansskóli Hafnarfjarðar bjóða upp á fjölbreytt námskeið fyrir 2 ára og eldri.
Skólinn hefur fjórar grunndeildir, Forskólann Glitrandi stjörnur, Ballett, Djassdans og Loftfimleika. Nemendur æfa 2 – 3 sinnum í viku í sinni grunndeild en þar að auki bjóðum við upp á fjölbreytta og spennandi valnámskeið sem nemendur geta skráð sig í eftir áhugasviði sínu. Öll námskeiðin eru kennd einu sinni í viku í 14 vikur og það er ekki er gerð krafa í öllum námskeiðum að nemendur stundi einnig nám við grunndeild. Okkar markmið er að veita dönsurum okkar fjölhæfa þjálfun og hvetjum við alla til að taka sem flesta valtíma.

Hægt er að mæta í frían prufutíma fyrstu tvær vikurnar ef laust er á námskeið. Skráning er hafin!

Valnámskeið

Söngleikjadans
Frábærir tímar fyrir þá sem elska söngleiki. Kenndir eru dansar við lög úr söngleikjum og er lögð áhersla á leiklist, sviðsframkomu,söngur, túlkun og líkamsbeitingu og sjálfsöryggi.

Nútímadans
Í nútímadansi er lögð áhersla á tjáningu og frelsi. Í þessum tímum lærir þú undirstöður, tækni og grunnatriði í nútímadansi ásamt því að áhersla er lögð á flæði, snerpu, spuna og tjáningu í dansi.

Ballett-tækni
Ballett er frábær undirstaða fyrir alla dansstíla. Hér er farið í grunnæfingar, líkamsstöðu og lengingar. Frábærir tímar sem veita dönsurum meiri tækni, styrk og líkamsbeitingu.

Commercial
Commercial dans er gríðarlega vinsæll dansstíll en hann má sjá t.d. í tónlistarmyndböndum, auglýsingum o.fl. Tímarnir byggjast á því að nemendur læri skemmtilegar og krefjandi kóreógrafíur við ný sem og gömul lög þar sem áherslan er á dýnamík í hreyfingum og framkomu.

Nýtt! Strákahópur með Alejandro!
Blanda af ballett, djassdans og acro. Mikil áhersla er lögð á liðsheild, góða tæknigetu og líkamsburð, gott tóneyra, tjáningu, danssköpun og efla sjálfstraust.

Fyrir fullorðna verður í boði salsa, skvísudans og silki.

Afmæli, veislur og fundir!

Listdansskóli Hafnarfjarðar býður upp á skemmtilegar afmælisveislur fyrir börn á öllum aldri ásamt því að leigja út sali fyrir allskonar tilefni, veisluhald, danstíma, námskeið, workshop, steggjun/gæsun o.fl.

Ert þú með frábæra hugmynd?

Listdansskóli Hafnarfjarðar er ætíð að leita að nýjum samstarfsaðilum og geta áhugasamir haft samband í gegnum tölvupóst á [email protected]

Allar nánari upplýsingar má finna á heimasíðu skólans www.listdansskoli.is eða í gegnum síma 894 0577. Skráning er hafin!

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar