Fjárfest í sól og betri lífsgæðum

Í dag og á morgun, 25.-26. maí mun Novus Habitat halda kynningarfundi á Grand Hótel í Reykjavík þar sem hægt verður að fræðast um allt sem máli skiptir varðandi fasteignakaup á Spáni og Tenerife. Fundirnir eru öllum opnir á milli klukkan 11 og 17 bæði laugardag og sunnudag.
 
Novus Habitat er fasteignasala á Spáni sem stýrt er af íslenskum aðilum sem sérhæfa sig í sölu nýbygginga á Costa Blanca, Costa Cálida og Costa del Sol svæðunum á Spáni ásamt Tenerife. Hafa þau áralangra reynslu af þjónustu við Íslendinga við kaup á fasteignum á Spáni.

Steina Jónsdóttir hjá Novus Habitat heldur kynningarfund á Grand Hótel í Reykjavík í dag og á morgun þar sem hægt verður að fræðast um allt sem máli skiptir varðandi fasteignakaup á Spáni og Tenerife.

Íslendingar hafa löngum keypt eignir á svæðunum í kringum Torrevieja sem tilheyrir Costa Blanca ströndinni og Los Alcázares svæðinu við Costa Cálida ströndina þar sem njóta má veðurblíðu nánast allan ársins hring. Nýverið hefur áhugi einnig verið að beinast að svæðunum í kringum Málaga og Marbella sem liggja við Costa del Sol ströndina sem hefur verið vinsæll áfangastaður Íslendinga um áratuga skeið og hefur Novus Habitat verið að bjóða upp á mjög spennandi eignir á því svæði.
 
„Það er kannski bara eðlileg þróun að eiga sér stað þegar að fókusinn færir sig á ný og spennandi svæði. Costa del Sol ströndin er Íslendingum mjög kunn og mörg okkar eiga dásamlegar minningar þaðan úr sumarfríum okkar en svæðið býður upp á svo mikið meira en bara túrisma. Þar eru í uppbyggingu glæsilegar eignir á svæðum sem hafa allt til alls, til að ýmist setjast að eða eiga sér sumarhús,“ segir Steina Jónsdóttir, sölustjóri Íslandsdeildar hjá Novus Habitat. „Við erum mjög spennt fyrir því að sýna hvað svæðið hefur uppá að bjóða á kynningarfundum okkar um helgina.“
 
Þá hefur Novus Habitat einnig merkt mikla aukningu í áhuga Íslendinga á að fjárfesta í eignum á Tenerife. „Hér er ekki bara verið að fjárfesta í fasteignum heldur líka í lífsstíl. Hér eru lífsgæðin góð. Sólin og loftslagið gerir okkur gott og ekki spillir verðlagið fyrir heldur. Fólk kaupir eignir í misjöfnum tilgangi, sumir til að setjast að á meðan aðrir kaupa eignir á Spáni til vetrardvalar eða einfaldlega bara til að nýta í sumarfríum fjölskyldunnar,“ segir Steina.

Með í för til landsins eru spænskir byggingaraðilar sem kynna eignir og helstu byggingasvæði sín. Þar má nefna Vermell sem byggir á La Marina, San Fulgencio, Benijófar, Montesinos og Los Alcázares, Jose Dias sem byggir við Los Alcázares, Santa Rosalia og San Javier, Rigel Kentaurus sem byggir í Ciudad Quesada og Property Consulting sem byggja víða á Costa Blanca svæðinu, Costa Cálida og Santa Rosalia.
 
Einnig verður með í för lögfræðingur frá Nimar Consulting til að svara lagalegum spurningum sem tengjast fasteignakaupum og fjármögnun á Spáni.

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar