Finnur Jónsson nýr formaður Garðabæjarlistans

Kæru Garðbæingar!

Þann 18. mars sl. fór aðalfundur Garðabæjarlistans fram í Sveinatungu. Á fundinum var kosin ný stjórn listans en hana skipa Finnur Jónsson, Greta Ósk Óskarsdóttir, Guðjón Pétur Lýðsson, Harpa Þorsteinsdóttir og Ósk Sigurðardóttir.

Garðabæjarlistinn er ríkur af metnaðarfullum einstaklingum sem brenna fyrir hagsmunum sveitarfélagsins og fólksins sem hér býr. Á kjörtímabilinu hafa bæjarfulltrúar og nefndarfólk átt í góðu samstarfi við kjörna fulltrúa sem og sýnt staðfestu og aðhald við stefnumótandi ákvarðanatöku. Þá hefur Garðabæjarlistinn þegar lagt fram fjölbreyttar tillögur að umbótum og hyggst halda því áfram út kjörtímabilið. 

Kæru Garðbæingar. Garðabæjarlistinn hefur metnað til að halda áfram að stækka og er einstaklingum sem hafa áhuga á að taka þátt í starfi listans því bent á að hafa samband við undirritaðan.

Við hlökkum til að starfa áfram með ykkur og í ykkar þágu á komandi vikum og mánuðum. Við erum þakklát fyrir þann meðbyr sem listinn hefur fengið og við hlökkum til að stíga enn stærri skref í þá átt að skapa hér fjölbreytt, barnvænt og ábyrgt samfélag.  

F.h. stjórnar Garðabæjarlistans, 

Finnur Jónsson, nýkjörinn formaður listans

Mynd. Frá vinstri, Ósk, Harpa, Finntur og Greta Ósk.

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar