Fimm ættliðir í beinan kvenlegg saman komnir

Það gefast mörg tilefni til að taka myndir á mannamótum og ekki síst þegar fimm ættliðir í beinan kvenlegg eru saman komnir, en það gerðist á dögunum í Holtsbúð í Garðabæ.

Úrsula Guðmundsdóttir, sem er 91 árs, var þeirrar gæfu aðnjótandi í þar síðustu viku, að vera viðstödd skírn barnabarnabarns síns ásamt öðrum ættliðum fjölskyldunnar.

Skírnarbarnið fékk nafnið Mía Margrét Daníelsdóttir, mamman heitir Bertha Lena Sverrisdóttir, amman heitir Sonja Margrét Halldórsdóttir og langamman heitir Helena Jónasdóttir og svo langalangaamman, Úrsula Guð-mundsdóttir.

Forsíðumynd: Fimm ættliðir í beinan kvenlegg komu saman þegar yngsta manneskjan, Mía Margrét var skírð.
F.v. Úrsula, Helena, Sonja, Bertha og Mía Margrét.

Gleði og hamingja! Frá vinstri til hægri, Sesselja Borg Snævarr, Helena Guðrún Þórsdóttir, Anna Lena Halldórsdóttir, Bertha Lena Sverrisdóttir, Mía Margrét Daníelsdóttir, Sonja Margrét Halldórsdóttir, Sara B. Gröndal, Úrsúla Guðmundsson og Helena Jónasdóttir
Langalangaamman, Úrsúla, stolt með Míu Margréti í fanginu

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar