FG í úrslitum Gettu betur

Fjölbrautaskólinn í Garðabæ mætir MR í úrslitum spurningakeppni framhaldsskólanna Gettu betur föstudaginn,18. mars nk., en viðureignin verður í beinni útsendingu á RÚV.

Lið FG tryggði sér sæti í úrslitum keppninnar með sigri í spennandi viðureign á móti Menntaskólanum við Hamrahlíð í undanúrslitum keppninnar, en FG fékk 28 stig á móti 25 stigum MH.

Mynd. Lið FG! Fv: Þráinn Gunnlaugsson, Kjartan Leifur Sigurðsson, Dagmar Íris Hafsteinsdóttir og Óttar Egill Arnarsson, þjálfari

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar