Fengu viðurkenningu fyrir prúða framkomu og háttvísi innan vallar á N1 mótinu

N1 mótið í knattspyrnu fór fram um síðustu helgi á Akureyri þar sem fjöldi keppenda kom af öllu landinu. Töluverð umræða  hefur átt sér stað í vikunni um leiðinlega framkomu ákveðins liðs og foreldra á mótinu en það átti alls ekki við drengina í UMF Álftanesi og reyndar fleiri lið sem voru til fyrirmyndar og þar á meðal Stjarnan. 

Álftanes var með þrjú lið á mótinu og fékk félagið sérstaka viðurkenningu fyrir prúðustu framkomuna á mótinu og háttvísi innan vallar að móti loknu. Drengirnir í Álftanesi fengu viðurkenninguna afhenta á kvöldvöku í íþróttahöllinni á Akureyri á sl. föstudagskvöld.

Vel gert strákar.

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar