Fengu sófa að gjöf frá Kiwanis

Að Móaflöt í Garðabæ er rekin skammtímavistun fyrir 32 börn sem eru á aldrinum sex til átján ára. Á dögunum komu meðlimir Kiwanisklúbbanna Setbergs í Garðabæ og Eldeyjar í Kópavogi færandi hendi með sófa að gjöf til heimilisfólks.

Á dögunum komu meðlimir Kiwanisklúbbanna Setbergs í Garðabæ og Eldeyjar í Kópavogi færandi hendi með sófa að gjöf til heimilisfólks. Sófinn mun eflaust nýtast vel og hefur nú þegar verið mikið notaður.

Fimm börn dvelja á heimilinu á hverjum tíma

Börnin sem dvelja á skammtímavistuninni að Móaflöt eiga lögheimili í Garðabæ, Hafnarfirði, Kópavogi, Seltjarnanesi og Mosfellsbæ. Fimm börn dvelja á heimilinu hverju sinni, frá tveimur sólarhringum upp í fjórtán sólarhringa á mánuði.

Að Móaflöt er veitt sólarhringsþjónusta þar sem markmiðið er að foreldrar fái hvíld og að börnin séu í góðu yfirlæti og líði vel á meðan á dvöl þeirra stendur.

Á myndinn eru f.v. I.Elín Baldursdóttir forstöðuþroskaþjálfi á skammtímavistuninni, Sigurður Örn Arngrímsson frá Kiwanis-klúbbnum Eldey í Kópavogi, Kristján Jakov Lazarev frá Mosfellsbæ, Jökull Logi Björgvinsson frá Garðabæ og Kristján Gísli Stefánsson frá Kiwanisklúbbnum Setberg í Garðabæ, í sófanum góða.

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar