Fengu Sjáland á 710 milljónir

Eins og fram kom í Garðapóstinum fyrir áramót þá keypti World Class húsnæðið þar sem veitingastaðurinn Sjáland var til húsa að Ránagrund 4 í lok desember á síðasta ári. Kaupverðið var 710 milljónir króna, en stærð fasteignarinnar er um 677 fermetrar, og því fermetraverðið tæpar 1.050.000 kr.

Það stendur m.a. til að opna World Class líkamsræktarstöð í húsinu, en eigendur World Class stefna á að reisa 450 fermetra viðbyggingu við húsið, ef bæjaryfirvöld í Garðabæ samþykkja þá stækkun.

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar