Fell fljótt fyrir sjósundi – Erindi í Bókasafni Garðabæjar

Vinsældir sjósunds fara sívaxandi og heilsufarslegir kostir þess eru umtalaðir. Erna Héðinsdóttir byrjaði að stunda sjósund árið 2017 til þess að leita leiða við að takast á við vefjagigt. Hún féll fljótt fyrir sjósundinu og fann að það gerði henni gott. Erna hefur um árabil haldið námskeið fyrir byrjendur í sjósundi og hún ætlar að halda erindi á Bókasafni Garðabæjar þann 8. maí kl. 17:30 þar sem hún segir frá því hvað ber að hafa í huga áður en lagt er á sundið. Nú er því kjörið tækifæri að láta verða af því að byrja að stunda sjósund!

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar