Nú fyrir jólin, sem og allan ársins hring, er tilvalið að koma við á NoName studio á Garðatorgi, sem býður upp á fjölbreytt úrval af snyrtivörum og fatnaði fyrir konur á öllum aldri, í öllum stærðum.
Kristín Stefánsdóttir, snyrti- og förðunarmeistari er eigandi NoName studio á Garðatorgi 4, en fyrr á árinu keypti hún sokkabúðina Cobra, sem er með verslun við hliðina á NoName á Garðatorgi, en Cobra er vinsæl sokkabúð sem hefur verið starfandi í 24 ár og var lengst af staðsett í Kringlunni.
En hvernig kom það til að Kristín ákvað að auka við fjölbreytnina og kaupa sokkabúðina Cobra? ,,Okkur bauðst þetta nú bara fyrir tilviljum þar sem við vorum í góðu samstarfi við Ara og Oddný sem stofnuðu og ráku Cobru í yfir 20 ár,” segir Kristín. ,,Þetta átti svo vel við þar sem konurnar okkar fóru oft yfir og keyptu sokkabuxur og flotta sokka eftir að vera búnar að vera í dekri og kaupa flottan fatnað hjá okkur. Við sáum tækifæri þarna til að opna á milli verslana og stækka þannig verslunina okkar, sem löngu var sprungin utan af okkur. Núna er opið á milli og hægt að versla nokkurn vegin allt, en við bjóðum upp á fatnað, snyrtivörur, sokka, skófatnað og gjafa- vöru.”
Og eins og nafnið ber með sér, þá er væntanlega hægt að fá sokka í öllum stærðum, gerðum og litum í Cobra? ,,Já, Cobra er nú fyrst og fremst þekkt fyrir gæðamerkin Happy Socks og Falke ásamt flottum öðrum merkjum í sokkaflórunni, svo erum við með sokka fyrir allan aldur og stærðir, ungbarna til eldra fólks eins og til dæmis Kikk sokkana vinsælu sem eru með mjúku stroffi. Þeir eru tilvaldir fyrir þá sem berjast við bólgna fætur og þola ekki stíft stroff. Við erum að sjálfsögðu með herra og dömusokka í öllum stærðum og jafnvel upp í stærð 50.”
En þér líður væntanlega vel á Garðatorgi fyrst þú ert að færa út kvíarnar með kaupunum á Cobra? ,,Já, Garðatorg er búið að breytast svo rosalega frá því ég kom hérna fyrst fyrir 6 árum. Torgið er orðið mjög vinsælt ekki bara á meðal íbúa í Garðabæ heldur fáum við mikið af fólki frá nágrannasveitarfélögunum og utan af landi, sem sækir í að koma í minni verslun þar sem þjónustan er í fyrirrúmi og meiri rólegheit,” segir Kristín.
Happy socks áskrift ein vinsælasta gjöfin
Eins og kemur fram þá bjóðið þið upp á fjölbreytt úrval af sokkum og sokkabuxum, en þið eruð einnig að bjóða upp á ,,Happy socks sokkaáskrift” – um hvað snýst það? ,,Þetta er ein af vinsælustu gjöfunum og ekki bara gjöf heldur fyrir fólk sem elskar góða sokka og vill fá mánaðarlega eitt eða tvö pör af gæða sokkum inn um lúguna. Hægt er að versla gjafaáskrift sem er þá í 3, 6 eða 12 mánuði. Þá fær viðkomandi sokka mán- aðarlega eða kaupir mánaðarlega áskrift sem er svo sniðug gjöf fyrir þá sem eiga allt. Hver er ekki í vandræðum með að hvað á að gefa pabba, bróður eða systur? Af hverju ekki að gefa gjöf sem nýtist og gleður fram á næsta ár,“ segir hún brosandi.
Og aðeins af versluninni NoName Studio, þá stofnaðir þú íslenska snyrtivörumerkið NO Name cosmetics fyrir rúmum 30 árum, sem hefur notið mikilla vinsælda enda ofnæmisprófaðar vörur sem uppfylla hæstu gæðakröfur í framleiðslu. Þú hefur selt þessa vörulína þína í versluninni í gegnum árin, en svo tókstu upp á því að fara að flytja inn fatnað fyrir konur í öllum stærðum og gerðum? ,,NoName
hefur verið á markaðnum í nokkuð langan tíma en áherslurnar breyst þar sem við erum búnar að stækka ,,konseptið” og koma með ný vörumerki eins og fatalínuna NONAME Design, NONAME Beauty hár og andlitstæki sem hjálpa konum með óæskilegan hárvöxt og svo hártæki. NONAME Cosmetics er svo förðunarlína sem er hönnuð með það í huga að einfalda förðun, en ekki flækja og okkar ,,Less is More” segir nú allt. Einnig erum við ennþá með hin vinsælu förðunarnámskeið sem konur koma og læra að farða sig á einfaldan hátt. “
Sigrún, Gerður og Kristín fyrir utan NoName Studio og Cobra á Garðatorgi
Fá eintök af áberandi flíkum
Og þú ert bara að panta fá eintök af hverri flík? ,,Það er okkar sérstaða! Fá eintök sérstaklega af áberandi flík. Ekki viljum við hitta vinkonu okkar í boði í sama kjólnum. Viðskiptavinir okkar er mjög ánægðir með þessa stefnu.”
Myndböndin hafa slegið í gegn
Og þú heldur viðskiptavinum vel upp lýstum og ég hef heyrt að þú setjir reglulega skemmtileg myndbönd inn á heimsíðuna ykkar þar sem hægt er að sjá nýjustu vörurnar ykkar? ,,Já, segðu þau hafa nú heldur betur slegið í gegn.” segir hún brosandi. ,,Við tökum þessi stuttu myndbönd til að sýna vöruna og til að hjálpa viðskiptavinum okkar út á landi, sem versla mikið í netversluninni okkar noname.is, að sjá og læra t.d á förðunarlínuna og sjá hvernig sniðin passa.”
Og eins og þú nefnir þá geta konur nú komið við hjá ykkur, keypt vandaðar snyrtivörur, fallega fatnað og sokkabuxur eða sokkana með? ,,Já, nú er þetta allt á sama stað og við erum meira að segja komnar með gjafavöru, íslenska list, kerti, matvöru, skó, silki koddaver og margt fleira. Það er hægt að klára nánast öll innkaupin hjá okkur,” segir hún brosandi.
Og jólahátíðin er framundan og þú ert með gjafakort til sölu fyrir þá sem eru ekki alveg vissir hvað þeir eiga að versla fyrir jólin eða með léttan valkvíða? ,,Já, gjafakortin okkar eru alltaf vinsæl og sérstaklega hjá þeim sem eru í vafa eða á seinustu stundu að kaupa. Þá er bara að kaupa gjafakort í uppáhalds verslun sinnar heitelskuðu og eða sokka áskrfit,” segir Kristin að lokum.
Forsíðumynd: Stúlkurnar í NoName Studio og Cobra! Efri röð frá vinstri: Margrét, Svanhvít, Kolla. Neðri röð frá vinstri: Gerður, Sigrún, Lára Kráka, Björg, Kristín