Fatahönnun og útsaumur í Hönnunarsafni Íslands

Sunna Örlygsdóttir fatahönnuður og meistara útsaumar er í vinnustofudvöl í Hönnunarsafni Íslands til 30 janúar.

Sunna er menntaður fatahönnuður frá Hollandi og hefur sérhæft sig í frjálsum útsaumi. Vinnustofa Sunnu er staðsett í anddyri safnsins og þar geta gestir fylgst með vinnunni og verslað beint af hönnuðinum.

Sunna stendur fyrir námskeiði undir yfirskriftinni Fríhendis flóra. Um er að ræða tvö kvöld, þ.e.a.s. í kvöld, fimmtudaginn 2. des og fimmtudaginn 9. des. kl. 16.30 – 19.30 Verð 12.500 kr. samtals fyrir bæði kvöldin. Hægt er að skrá sig á námskeiðið á tix.is.

Hönnunarsafnið er opið alla daga frá 12-17 nema mánudaga.

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar