Fallegustu bækur í heimi og keramikhönnuður í vinnustofudvöl

Á föstudaginn 20. janúar kl. 18 opna tvær nýjar sýningar á Hönnunarsafni Íslands á Garðatorgi

Fallegustu bækur í heimi

Best Book Design from all over the World keppnin hefur verið haldin frá árinu 1963 með það að markmiði að hvetja til aukins alþjóðlegs samtals um bókahönnun.

Að þessu sinni bárust inn bækur frá 30 löndum. Fjórtán bækur voru verðlaunaðar og sýningin samanstendur af þessum bókum.

Í ár var það bókin On the Necessity of Gardening. An ABC of Art, Botany and Cultivation sem hlaut aðalverðlaunin en hún kemur frá Hollandi og er hönnuð af Bart de Baets.

Sýningin er haldin í samstarfi við FÍT, félag íslenskra teiknara.

Ljósmynd:The Stiftung Buchkunst

Keramikhönnuður í vinnustofudvöl

Ada Stańczak er keramikhönnuður og rannsakandi sem býr og starfar í Reykjavík. Hún lauk námi í menningarfræðum frá Háskólanum í Varsjá og keramiknámi frá Myndlistarskólanum í Reykjavík.

Á meðan á dvölinni stendur mun Ada rannsaka möguleika jarðefnanna sem litarefni fyrir keramik. Gestir geta fylgst með tilraunum, vöruþróun og gerð verka frá upphafi að fullgerðri vöru. Einnig geta gestir verslað beint frá hönnuðinum.

Ada mun standa fyrir námskeiðum og vinnusmiðjum á meðan á dvölinni stendur.

Ljósmynd á forsíðu: Andrew Murrey

Safnið er opið alla daga frá 12-17 nema mánudaga

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar