Fallegustu bækur í heimi keppnin á Hönnunarsafni Íslands

Fimmtudaginn 23. janúar kl. 17 opnar sýningin Fallegustu bækur í heimi á Hönnunarsafni Íslands, Garðatorgi.

Fallegustu bækur í heimi keppnin hefur verið haldin frá árinu 1963 með það að markmiði að hvetja til aukins alþjóðlegs samtals um bókahönnun.

Árlega berast um það bil 600 bækur frá 30 löndum í keppnina og hljóta 14 þeirra verðlaun eða sérstaka viðurkenningu.

Árið 2024 var það bókin Walking as Research Practice / Ganga sem rannsóknaraðferð sem hlaut svokallað GOLDEN LETTER sem er hæsta viðurkenningin. Verkið hafði áður hlotið viðurkenningu í hollenskri og svissneskri samkeppninni um bókahönnun. Hönnuður bókarinnar er Jana Sofie Liebe, ritstjóri bókarinnar er Lynn Gommes og útgefnadi Soapbox.

Ummæli dómnefndar:

»Lítið en þýðingarmikið verk; innbundið á einstakan hátt með áherslu á handfjötlun. Pappírinn er valinn með tilliti til áþeifanleika, hrjúfur lifandi kantur og ófullkomið form mynda heild sem vekur sterkar tilfinningar og innblástur: Walking as Research Practice sýnir á látlausan hátt hvað hönnun snýst um. Hönnuðurinn Jana Sofie Liebe og ritstjórinn Lynn Gommes hafa skapað bók um göngur sem er fullkomin til lesturs á meðan gengið er, beðið eða staðið.«

Auk hæstu viðurkenningarinnar, Goldene Letter, voru 13 bækur til viðbótar verðlaunaðar. Þær eru frá Kína, Tékklandi, Danmörku, Finnlandi, Þýskalandi, Noregi og Sviss.

Í  tengslum við sýninguna heldur hönnuðurinn Jana Sofie Liebe fyrirlestur í safninu sunnudaginn 26. janúar kl. 13.

Sýningin samanstendur af öllum bókunum fjórtán sem gestir geta flett og skoðað á sýningunni.

Í  tengslum við sýninguna heldur hönnuðurinn Jana Sofie Liebe fyrirlestur í safninu sunnudaginn 26. janúar kl. 13.

Föstudaginn 24. janúar er hægt að skrá sig á námskeið sem Jana Sofie og Una María Magnúsdóttir leiða en þær voru skólasystur í Rietveld Akademíunni í Amsterdam. Hægt er að bóka sig á námskeiði á tix.is.

Sýningin er sett upp í samstarfi við Félag íslenskra teiknara og  Stiftung Buchkunst.

Hönnunarsafn Íslands er opið alla daga frá 12-17 nema mánudaga

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar

Vefkökur og persónuvernd

Vefur kgp.is notast við vefkökur í þeim tilgangi að veita þér sem bestu upplifun þegar þú heimsækir okkur á vefnum.  Vefkökurnar eru vistaðar í vafranum þínum og þjóna m.a. þeim tilgangi að kerfið "þekkir þig" þegar þú kemur aftur á vefinn okkar.  Þannig þarftu t.d. ekki að fara aftur í gegnum samþykktarferlið fyrir vefkökur, ert ekki spurð(ur) aftur og aftur hvort þú vilt skrá þig á póstlista eða um aðra virkni sem þú hefur annað hvort samþykkt eða hafnað í fyrri heimsóknum o.fl. o.fl.

Þú getur stillt vefkökurnar hér til vinstri.

Með kærri kveðju,
Starfsfólk KGP.is vefsins