Fálkaskátar skelltur sér á kanó

Um miðjan dag 22. september fór að snjóa en Fálkaskátar í Vífli ætluðu að fara í kanó frá Sjálandinu. Það stoppaði þá ekki og þeir mættu allir vel klæddir eftir veðri. Heppnin var með okkur og sólin lét sjá sig og skátarnir fengu fallega kvöldsiglingu. Farið var yfir hvernig best sé að nota árarnar og hvaða öryggisreglur gilda þegar maður er út á sjó. Sumir tóku upp á að syngja á meðan aðrir kepptust um að vera fljótastir að róa kanóinum.
Fálkaskátafundir eru alla miðvikudaga kl.17:00 til 18:30 og oftast í Jötunheimum en stundum eru fundirnir annar staðar eins og í þessu tilfelli. Nú stefna þeir á að fara í skálaútilegu eina helgina í október þar sem gist verður tvær nætur og skemmtileg dagskrá verður í boði.

Urður Björg Gísladóttir sveitaforingi fálkaskáta í Vífli

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar