Færðu Ólafi G. Einarssyni gjöf í tilefni af 90 ára afmæli

Ólafur G. Einarsson var 90 ára í gær, 7. júlí. Ólafur er fyrrverandi sveitastjóri og oddviti Garðahrepps, forseti bæjarstjórnar Garðabæjar og heiðursborgari Garðabæjar. Í tilefni dagsins færðu þau Almar Guðmundsson bæjarstjóri og Sigríður Hulda Jónsdóttir forseti bæjarstjórnar, honum gjöf.

Í greinargerð sem fylgdi tillögu þegar Ólafur var valinn heiðursborgari Garðabæjar árið 2010 kom fram að Ólafur hafði mótandi áhrif á uppbyggingu bæjarsamfélagsins í Garðabæ og var frumkvöðull á mörgum sviðum. Hugmyndir Ólafs á sviði skipulagsmála voru að mörgu leyti  ólíkar því sem þá gerðist í bæjum á Íslandi og einkenndust m.a. af áherslu á lágreista byggð og stórar lóðir. 

Ólafur var alþingismaður frá 1971-1999, menntamálaráðherra 1991-1995 og forseti Alþingis 1995-1999.

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar