Fær Garðabær rúma 2,5 milljarða fyrir lóðirnar á Hnoðraholti norður?

Á fundi bæjarráðs sl. þriðjudag voru tilboð opnuð í bygginarétt lóða á Hnoðraholti, en alls bárust 299 tilboð í 10 fjölbýlishúsalóðir, 6 par-/raðhusalóðir og 7 einbýlishúsalóðir. Þegar hæstu tilboðin í hverja lóð eru tekin saman þá hljóða þau upp á samtals 2,529.350.000 milljónir kr.

Stéttarfélagið ehf fór mikinn í útboðinu og átti hæsta tilboðið í allar fjölbýlishúsalóðirnar og 5 af 6 par-/raðhúsalóðum að upphæð 2,181,750.000 kr.

Nú hefur bærinn farið betur yfir tilboðin, skráð og flokkað og verða þau tekin til afgreiðslu á fundi bæjarráðs sem hófst klukkan 08:00 í morgun.

Tilboðsgjafi bundinn af tilboðum sínum

Samkvæmt reglum um úthlutunina þá er tilboðsgjafi bundinn af tilboðinu sínu eins og fram kom í auglýsingunni þegar lóðirnar voru auglýstar. Viðkomandi tilboðsgjöfum, sem eiga tilboð sem samþykkt verða, verður tilkynnt með skriflegum hætti um úthlutun lóðar og sendur reikningur fyrir greiðslu á kaupverði byggingarréttar í samræmi við skilmála þessa.

Verði reikningur ekki greiddur á eindaga er Garðabæ heimilt að rifta kaupunum.

En það ætti að koma í ljós eftir fund bæjarráðs, sem stendur núna yfir, hver niðurstaðan verður.

Mynd. Guðjón Erling Friðriksson, bæjarritari Garðabæjar, fylgdist vel með þegar starfsfólk bæjarins opnaði tilboðsumslögin sl. þriðjudag.

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar