Enn vantar hundruði milljóna

Á dögunum barst Garðabæ tilkynning frá Jöfnunarsjóði sveitarfélag varðandi enduráætlun á framlögum til mála-flokks fatlaðs fólks í Garðabæ, en þar kemur fram að framlag Garðabæjar árið 2023 nemi 1.087 m.kr

Þjónusta við fatlað fólk er rekin af sveitarfélögum, en þjónustan er að miklu leyti fjármögnuð í gegnum Jöfnunarsjóðinn samkvæmt reglum sjóðsins. Kostnaður sveitarfélaga, þ.m.t. Garðabæjar, hefur verið langt umfram fjármagn til þjónustunnar síðustu ár. Garðabær og önnur sveitarfélög hafa ítrekað kallað eftir úrbótum á því. Endurskoðun á framlögum Jöfnunarsjóðs felur í sér hækkun á framlögum, eftir breytingar sem gerðar voru á útsvari og tekjuskatti um síðustu áramót.

Framlög Jöfnunarsjóðs til Garðabæjar vegna málefna fatlaðs fólks námu 761 m.kr. á árinu 2022, en þau jukust fyrir árið 2023 í 1.087 m.kr. eins og áður kemur fram, en ástæða hækkunarinnar er að mæta þeirri stöðu sem upp er kominn vegna vanfjármögnunar á málaflokknum eins og að ofan greinir. Þrátt fyrir breytingarnar er enn verulegt misræmi á milli kostnaðar við þjónustuna og framlaga úr Jöfnunarsjóði.

Á árinu 2022 var kostnaður Garðabæjar við málaflokk fatlaðs fólks 2.097 m.kr. og nam vanfjármögnun við málaflokkinn því um 894 m.kr. Tekjur vegna málaflokks- ins námu samtals 1.203 m.kr., þar af voru áðurnefnd framlög úr Jöfnunarsjóði að fjárhæð 761 m.kr. Að auki kemur til ákveðið hlutfall af útsvarstekjum og þjónustutekjum.

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar