Ekki greiddur út arður

Tekjur Hjallastefnunnar tæpir 3,3 milljarðar króna

Merki Hjallastefnunnar

Stjórn félags Hjallastefnunnar leggur til að ekki verði greiddur arður til hluthafa vegna rekstrarársins 2020, en Hjallastefnan rekur leik- og grunnskóla víða um land og m.a. þrjá leikskóla í Garðabæ, Leikskólann Ása í Áshverfi, Litlu Ása á Vífilsstöðum, Leikskólann Hnoðraholt á Vífilsstöðum ásamt einum barnaskóla á Vífilsstöðum.

Tekjur Hjallastefnunnar voru tæpir 3,3 milljarðar króna og var hagnaður ársins um 45 milljónir í fyrra. Laun og launatengd gjöld voru 2,7 milljarðar. Eigið fé Hjallastefnunnar nam um síðustu áramót 45 milljónum króna. Ársverk voru 349. Reikningar Hjallastefnunnar ehf. voru lagðir fram í vikunni.

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar