Hið árlega Konukvöld Fjarðar verður haldið með pompi og prakt fimmtudaginn 5.október frá klukkan 18:00 til 21:00. Lifandi tónlist, léttar veitingar, gjafapokar, uppákomur og fleira skemmtilegt. Bjarni Ara mun stíga á svið með ljúfa tóna ásamt fleiri frábærum skemmtikröftum.
Það eru ekki allir sem vita af öllum þeim gullmolum sem eru í Firði, en þar eru glæsilegar verslanir með frábært úrval af skóm, fatnaði, leikföngum, snyrtivörum, hönnunarvöru og skarti svo eitthvað sé nefnt. Eins eru þar flottar snyrti- og hárgreiðslustofur, veitingastaðir og ýmis önnur þjónusta.
Það sem er einstakt við Fjörð er að á bakvið búðarborðið standa oftar en ekki eigendur verslana eða starfsfólk sem hefur jafnvel starfað þar í fjölda ára. Það er ekki alltaf auðvelt að keppa við risana í verslanaheiminum, en þú getur verið viss um að þegar þú kemur í Fjörð þá færð þú persónulega þjónustu og hlýjar móttökur frá alveg einstöku fólki.
Bjarni Ara mun stíga á svið með ljúfa tóna ásamt fleiri frábærum skemmtikröftum.
Það er ávallt mikil stemmning á konukvöldunum í Firði verslunarmiðstöð.