Eitt flokkunarkerfi og sérsöfnun á lífrænum eldhúsúrgangi

Loftslagmál

Ríkisstjórn Íslands hefur sett metnaðarfull markmið í loftslagsmálum og hluti af þeim er að innleiða hringrásarhagkerfið. Við berum sameiginlega ábyrgð á að ná árangri í úrgangsmálum og við innleiðingu hringrásarhagkerfisins. Það mikilvægasta sem við getum gert er að draga úr sóun og að sem mest fari í endurvinnslu og endurnýtingu. Við eigum að breyta skilningi orðsins úrgangur í „verðmæti“
Loftslagsstefna fyrir höfuðborgarsvæðið er í vinnslu og eru drög af henni til meðferðar hjá sveitarfélögunum. Þar kemur fram að 9% af kolefnsspori höfuðborgarsvæðisins er vegna urðunar úrgangs. Unnið hefur verið að því um árabil að að hætta urðun og var Gas- og jarðgerðarsstöð byggð í þeim tilgangi og tekin í notkun seinni hlauta árs 2020. Þar er tekið við lífrænum úrgangi sem hefur verið forflokkaður í Móttökustötðinni í Gufunesi og úr honum unnið metan og molta. Með því er unnið stórt skref í átt að hringrásarhagkerfinu. Til þess að þessar afurðir verði hreinar er mikilvægt að sérsafna lífrænum úrgangi. Um næstu áramót taka í gildi lög þar sem skylt er að sérsafna við heimili lífrænum eldhúsúrgangi, plasti, pappa og pappír.
Töluvert minna magn fer til urðunar í dag og í lok árs 2023 verður urðun hætt í Álfsnesi.

Samræmd sorphirða

Lengi hefur verið kallað eftir samræmdu sorphirðukerfi við heimili á höfðurborgarsvæðinu og íbúar jafnframt kallað eftir meiri flokkun við heimilin.  Undanfarna mánuði hafa Samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu ásamt Sorpu unnið að þessu verkefni. Samræming á sorphirðu og meiri flokkun er stórt umhverfismál.
Í nýja sorphirðukerfinu verður fjórum úrgangsflokkum safnað við öll heimili á höfuðborgarsvæðinu.

Úrgangsflokkarnir eru:
• Lífrænn eldhúsúrgangur
• Blandað heimilissorp
• Pappír og pappi
• Plastumbúðir

Við tillögugerð að hönnun kerfisins var haft að leiðarljósi að breytingarnar verði eins þægilegar og einfaldar fyrir íbúa og mögulegt er og verða tvískiptar tunnur í boði við heimili þar sem pláss er af skornum skammti. Þegar um tvískiptar tunnur er að ræða verður lífrænum eldhúsúrgangi og blönduðum úrgangi safnað í sitthvort hólfið í sömu tunnunni og plastumbúðum annars vegar og pappír og pappa hins vegar verður safnað í aðra tvískipta tunnu.

Tunnur sem fyrir eru við fjölbýlishús/sérbýli verða nýttar ef kostur er.

Mynd af tunnum

Merkingar á sorpílátum verða samræmdar sem er nauðsynlegt vegna kynningarmála og það tryggir einnig rétta flokkun og gæði endurvinnsluefna. Notast verður við samnorrænt merkingakerfi sem
Fenúr (Fagráð um endurnýtingu og úrgang) hefur þýtt hérlendis.

Stefnt er að því að lífræna eldhúsúrgangnum verði safnað í bréfpoka sem sveitarfélögin útvegi íbúum. Pokarnir hafa gefist mjög vel á Norðurlöndunum og skipta lykilmáli til að hægt sé að vinna nothæfa moltu úr lífrænum úrgangi.

Markaðs- og kynningarmál verða samræmd fyrir allt verkefnið undir merkjum Sorpu og sveitarfélaganna og er það lykilatriði að vel verði staðið að því. Á komandi mánuðum verður þetta nýja kerfi kynnt rækilega fyrir íbúum þar sem áhersla verður lögð á að leiðbeina fólki með flokkun þ.e. hvað á að fara í hverja tunnu og svo í grenndargáma.
Í Garðabæ verður innleiðingin í skrefum þar sem byrjað verður með einu hverfi fyrri hluta sumars.

Mynd af poka

Grenndargámar og endurvinnslustöðvar

Mikilvægt er að íbúar nýti grenndargáma í sveitarfélaginu. Á grenndarstöðvum er hægt að losa sig við gler, málma, skilagjaldsskyldar umbúðir, textíl og á stærri stöðvum einnig við pappír/pappa og plast. Lagt er til að fjarlægð frá heimilum á grenndarstöðvar verði um 500m og mun Garðbær bæta við tveimur stöðvum til að ná því markmiði. Góður árangur hefur náðst í minnkun á úrgangi til urðunar frá endurvinnslustöðvum SORPU með tilkomu glæra pokans eða um 1.200 tonn á ári. Skil á óflokkuðum úrgangi til urðunar hafa því dregist saman um 18% í kjölfar breytinganna. Gert er ráð fyrir að árangur af innleiðingu glæru pokanna aukist enn frekar eftir því sem meðvitund um mikilvægi hans eykst. Rannsóknir SORPU benda til að rúmlega helmingur alls þess úrgangs sem hingað til hefur verið skilað til urðunar á endurvinnslustöðvum eigi sér aðra og betri endurvinnslufarvegi.

Spennandi tímar framundan

Samræmd sorphirða og aukinn flokkun við heimili er stór áfangi á skrefum í átt að hringrásarhagkerfinu. Mikilvægt er fyrir okkur öll er að að draga úr allri sóun, með því erum við að vinna að minna kolefnisspori. Heimilisúrgangur er ekki lengur úrgangur heldur að stórun hluta afurð til endurvinnslu og endurnýtingar. Það eru nýir tímar framundan fyrir okkur öll þar sem við munum sjá mikil tækifæri í endurvinnslu. Með hagrænum hvötum verður einnig hvatt til betri flokkunar þar sem íbúar greiða fyrir raunverulegan kostnað fyrir hvern flokk og þar er blandaða tunnan með hæsta verðið.

Gangi okkur öllum vel í þessari vegferð

Jóna Sæmundsdóttir, bæjarfulltrúi og fullltrúi Garðabæjar í stjórn Sorpu

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar