Um helgina mun Novus Habitat halda fasteignakynningu á Grand Hótel, laugardag og sunnudag frá klukkan 11 til 16. Þeir sem eru áhugasamir um fasteignakaup á Spáni eða Tenerife geta kynnt sér allt það nýjasta sem í boði er í fasteignakaupum á Costa Blanca, Costa Cálida og Costa Del Sol svæðunum á Spáni og Tenerife. Þar með talið allt sem viðkemur kaupferlinu sjálfu, fjármögnunarmöguleikum og lögfræðiaðstoð fyrir nauðsynlegar skráningar og umsýslu. Einnig verður farið yfir ýmislegt sem viðkemur ákvörðuninni að kaupa fasteign á Spáni, val á svæðum og eignum.
Novus Habitat er spænsk-íslensk fasteignasala með starfsstöðvar á Costa Blanca svæðinu á Spáni og Tenerife og er stjórnað af íslenskum eigendum sölunnar. Starfsmenn hafa áralanga reyslu af umsjón fasteignakaupa fyrir Íslendinga á Spáni og sjá um allt sem viðkemur kaupferlinu, allt frá því að hugmynd kviknar þangað til að kaupendur eru búnir að koma sér fyrir í nýju eign sinni.
Um langt skeið hafa Íslendingar haft augastað á eignum á Torrevieja svæðinu á Costa Blanca ströndinni enda einstök veðurblíða allan ársins hring. Síðustu ár hefur orðið vart við vaxandi áhuga á svæðum sunnar á ströndinni á Málaga og Marbella sem liggja við Costa Del Sol ströndina. Einnig á sér stað talsverð uppbygging á Tenerife um þessar mundir og fólk sem fer þangað jafnvel oftar en einu sinni á ári í frí hefur verið að skoða fasteignakaup á eyjunni í auknu mæli.
Fasteignakynningin um helgina er öllum opin og boðið verður upp á spænska stemningu og veitingar fyrir gesti.