Einstakt að koma í hús skáldsins

Í byrjun september var skemmtileg ferð á vegum Félags eldri borgara í Garðabæ um Kjós, að Gljúfra-steini, safni Halldórs Kiljan Laxness og um Hvalfjörð.

Laufey Jóhannsdóttir, formaður félagsins tók að sér að leiðsegja í þeirri ferð enda öllum hnútum vel kunnugur og veðrið lék við hópinn. ,,Það er alltaf einstakt að koma í Hús skáldsins, saga Nóbelskáldsins er einstök og ekki síður þáttur Auðar Sveinsdóttur konu hans, mikill kvenskörungur og svo glæsilegur fulltrúi Islensku þjóðarinnar,” segir Laufey sem fór líka yfir sögu íslensku lopapeysunnar og þátt Auðar við hönnun hennar.

Komu inn í miðjan hvalaskurð

,,Viðkoma í Hvalstöðinni var líka söguleg þar sem hvalskurður stóð yfir og líklega heyrir hann sögunni til. Þessu næst fengum við svo flottan kaffitíma á Laxárbakka (gamla sláturhúsið við Laxá) með ógleymanlegri hjónabandssælu,” segir hún brosandi.

Á heimleiðinni kom hópurinn við á Grundartanga þar sem hið fjölbreytta athafnarsvæði og uppbyggingin á svæðinu var skoðuð. Það var síðan kátur hópur sem hélt áleiðis heim í Garðabæ að ný að lokinni skemmtilegri ferð eins og myndirnar bera með sér.

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar