Einn af vorboðum Garðabæjar – Vorsýning í Jónshúsi opnar kl. 13 í dag

Vorsýning í Jónshúsi, sem segja má að sé einn af vorboðum Garðabæjar, verður opnuð í dag, fimmtudag kl. 14, en sýningin verður haldin dagana 5.-7. maí, eftir rúmlega tveggja ára hlé!

Það er því til mikils að hlakka fyrir handverksfólk í röðum heldri borgara Garðabæjar og Álftaness, sem og væntanlega sýningargesti.

Þrátt fyrir að skipulagt handverksstarf hafi legið niðri um langt skeið vegna Covid, hafa margir ekki látið það stoppa sig og unnið sitt handverk heima við. Til að gera sýninguna sem fjölbreyttasta, hvetjum þennan hóp til að taka þátt. Þá hafa námskeið í listmálun, smíði, leir og gleri verið í gangi undanfarnar vikur í Smiðjunni og hefur þátttaka verið mjög góð.

Dagskrá vorsýningarinnar í Jónshúsi

Fimmtudagur 5. maí 

 • Sýning opin 13.00-16.00
 • Kl. 14:00 Almar Guðmundsson, formaður öldungaráðs Garðabæjar flytur ávarp og opnar sýninguna
 • Laufey Jóhannsdóttir, formaður FEGB (Félags eldri borgara í Garðabæ) flytur ávarp.
 • Garðakórinn, kór eldri borgara í Garðabæ syngur nokkur lög undir stjórn Jóhanns Baldvinssonar.
 • Kaffiveitingar frá kl. 13.00-15.30, verð kr. 500

Föstudagur 6. maí

 • Sýning opin 9.30-16.00
 • Kl. 13.00 Heldriborgarar sýna Zumba dans
 • Kaffiveitingar frá kl. 13.00-15.30, verð kr. 500

Laugardagur 7. maí

 • Sýning opin 12.00-16.00
 • Brunch kl. 12.00-15.30, verð kr. 1.350
 • Kaffiveitingar kr. 500

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar