Efla barna og unglingastarf GKG – samningar endurnýjaðir

Garðabær og Golfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar hafa undirritað samstarfssamning með það meginmarkmið að leiðarljósi að efla áfram barna- og unglingastarf í golfi í Garðabæ.

Með samning Garðabæjar og GKG er lögð sérstök áhersla á að mæta þörfum fatlaðra barna og ungmenna í samræmi við stefnu Garðabæjar í málefnum fatlaðs fólks. Einnig að vinna áætlun varðandi eineltismál byggða á forvarnarstefnu og samskiptasáttmála Garðabæjar. 

„Það er sérlega gaman að fylgjast með því öfluga starfi sem GKG vinnur og hversu mikil og vaxandi ásókn hefur verið í ungmennastarfið,“ sagði Almar Guðmundsson við undirritununa sem átti sér stað á afmælismóti GKG. Gildir nýr samningur til ársloka 2025.

Mynd: Almar Guðmundsson, bæjarstjóri í Garðabæ og Jón Júlíusson, formaður GKG handsala samninginn

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar