Listahátíðin Rökkvan verður haldin á morgun, laugardaginn 12. október á göngugötunni í Garðabæ og það er óhætt að segja að dagskráin í ár sé spennandi. Klukkan 14:00 byrjar fjölskyldudagskrá en það eru þau Ingibjörg Fríða og Sigurður Ingi sem ríða á vaðið með tónlistarsmiðju sem ber yfirskriftina Klapp, klapp, stapp, stapp!
„Við hlökkum til að leika og spila saman á Garðatorgi næsta laugardag. Við dustum rykið af gömlum töktum fullorðna fólksins í klappleikjum sem fara ábyggilega með fjölskyldunni heim að smiðju lokinni,“ segir Ingibjörg Fríða og hvetur fólk til að mæta.
Strax að lokinni tónlistasmiðjusmiðju leikur Rökkvubandið stuðtónlist eins og þeim einum er lagið. Dagskránni um miðja dag lýkur svo með Stórsveit Tónlistarskóla Garðabæjar. Hátíðin nær hápunkti með tónleikum þar sem Kusk og Óviti, KK, Jói Pé og félagar og GDRN munu stíga á svið.
Einnig verður listasýning í Betrunarhúsinu og lista- og handverksmarkaður reistur á torginu í tilefni Rökkvunnar.