Draumhögg Hauks á 13. braut – Leitað að boltanum en ekkert fannst fyrr en gáð var í holuna

Haukur Hermannsson golfari í GKG gerði sér lítið fyrir og fór holu í höggi á dögunum á 13. braut Leirdalsvallar.
Pinninn var aftast vinstra megin á þessari erfiðu par þrjú holu og sló meðspilari hans á undan. Höggið var glæsilegt, lenti hægra megin og tók brotið í átt að holu. Haukur sló næst og höggið var nákvæmlega eins! Lenti hægra megin og tók brotið í átt að holu. En með pinnan svona aftarlega var ekki hægt að sjá lokaniðurstöðuna. Þegar komið var inn á flöt var einn bolti rúmt fet frá holu. Meðspilarinn sagðist vonast til að eiga hann. Gott og blessað sagði Haukur og það var byrjað að leita að hinum boltanum en ekkert fannst fyrr en gáð var í holuna, og þar lá boltinn hans Hauks!

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar