Listdansskóli Hafnafjarðar, staðsettur í Helluhrauni 16 – 18, býður upp á fjölbreytt og krefjandi dansnám fyrir alla aldurshópa, en töluverður fjöldi Garðbæinga hafa stundað skólann í gegnum árin. Skólinn hefur verið starfandi 26 ár í Hafnarfirði. Dansgleði, sköpun og góð líkamsþjálfun er ávallt höfð að leiðarljósi í kennslunni. Kennarar skólans eru allir menntaðir í dansi eða eru í námi í dansi eða kennslufræðum. Einnig þjálfar skólinn aðstoðardanskennara.
Glæsilegar jóla- og vorsýningar eru haldnar á ári hverju en vorsýning skólans er alltaf haldin þann 1. maí í Borgarleikhúsinu og er stærsti viðburður skólaársins.
Sumarið 2021
Sumarið 2021 bauð Listdansskóli Hafnarfjarðar upp á fjölbreytt sumarnámskeið í samvinnu við vinnuskóla Hafnarfjarðar við frábærar undirtektir en alls tóku um 150 börn þátt. Einnig bauð skólinn uppá nokkra fría Pop-Up viðburði ,,Dönsum saman í sumar” víðsvegar um Hafnarfjörð við frábærar undirtektir.
Haustönn 2021
Haustið 2021 mun Listdansskóli Hafnarfjarðar bjóða upp á fjölbreytt námskeið fyrir ýmsa aldurshópa en þar á meðal verður dansnámskeið fyrir 2 – 5 ára í forskólanum Glitrandi Stjörnum, klassískur ballett, djassdans, nútímadans, silki, lýra, steppdans, skvísudans, salsa og tangó fyrir fullorðna. Hægt er að mæta í frían prufutíma fyrstu tvær vikurnar ef laust er á námskeið! Skráning er hafin!
Opið hús
Dagana 25 og 26. ágúst mun skólinn vera með opið hús þar sem að hægt verður að kynna sér starfsemi skólans, prufa ýmsa danstíma og skoða/máta dansföt. Dagskráin verður hægt að sjá á heimasíðu og Facebook síðu skólans.
NÝTT – Steppdans!!
Í haust verðum við með glænýtt námskeið – Steppdans! Steppdans er þekktur dansstíll um allan heim þar sem dansarar halda efri hluta líkamans teinréttum meðan fætur eru hreyfðar hratt og lipurlega. Steppdansinn þjálfar einnig skynjun á takti og þeir sem eru flinkir í steppdansi fá góða tilfinningu fyrir tímasetningum og ryþma. Við höfum fengið hana Chantelle Carey, danshöfund og danskennara til liðs við okkur að kenna steppdans og erum mjög spennt að fá margverðlaunaðan og þaulreyndann kennara til okkar.
Önnur ný námskeið
Fleiri ný námskeið hefjast í Listdansskóla Hafnarfjarðar í haust. Dans og leikur fyrir 2 – 3 ára.
Hér æfa foreldrar með börnunum. Dans og leikur námskeiðið er uppbyggt sem samverustund þar sem börn og foreldrar eiga gæðastund saman í gegnum leik og hreyfingu.
Lýra. Lýra er loftfimleikahringur sem hangir í loftinu og læra nemendur hér að gera fjölbreyttar og krefjandi æfingar inn í honum. Ekki er nauðsynlegt að hafa grunn í dansi til að byrja að æfa.
Tangó. Argentínskur tangó. Suðrænn og seiðandi, á rætur sínar að rekja til fátækrahverfanna í Buenos Aires á síðari hluta 19. aldar. Er náinn paradans, þar sem kjarninn er að ná sem bestri tengingu við dansfélagann. Í dag er tangó dansaður um allan heim og verður oftar en ekki lífsstíll hjá þeim sem eitt sinn reimar á sig tangó skóna.
Afmæli, veislur og fundir!
Listdansskóli Hafnarfjarðar býður upp á skemmtilegar afmælisveislur fyrir börn á öllum aldri ásamt því að leigja út sali fyrir allskonar tilefni, veisluhald, danstíma, námskeið, workshop, steggjun/gæsun o.fl.
Ert þú með frábæra hugmynd?
Listdansskóli Hafnarfjarðar er ætíð að leita að nýjum samstarfsaðilum og geta áhugasamir haft samband í gegnum tölvupóst á [email protected]
Allar nánari upplýsingar má finna á heimasíðu skólans www.listdansskoli.is eða í gegnum síma 894 0577. Skráning er hafin!