Dimmiterað í FG

Það var hress hópur nemenda í Fjölbrautaskólanum í Garðabæ sem hyggur á brautskráningu sem dimmiteraði föstudag-inn 6.maí síðastliðinn.

Um er að ræða hóp sem telur rúmlega 100 manns, sem er með þeim stærri undanfarin ár. Tók hópurinn lagið í stiga skólans af mikilli innlifun, eins og myndin sýnir og eftir sönginn fóru þau svo að skemmta sér úti í bæ.
Kennslu á vorönn lýkur miðvikudaginn 18.maí og þá hefjast próf. Brautskráning fer síðan fram laugardaginn 28.maí.

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar