Dagskrá fyrir alla fjölskylduna á Garðatorgi á þjóðhátíðardaginn

Þjóðhátíðardagurinn verður haldinn hátíðlegur í Garðabæ með dagskrá fyrir alla fjölskylduna á Garðatorgi og kvöldtónleikum í sal Tónlistarskóla Garðabæjar að kvöldi dags. Hátíðarhöldin verða með hefðbundnum hætti og miðar að því að allir aldurshópar geti komið saman og átt góðan dag.

Skrúðganga og fjör fyrir fjölskyldur

Skátafélagið Vífill og Blásarasveit Tónlistarskóla Garðabæjar leiða göngu sem leggur af stað frá Hofsstaðatúni við Hofsstaðaskóla klukkan 13.

„Fyrir skrúðgöngum er ansi löng hefð og virðist alltaf vera jafn vinsælt hjá fjölskyldum að fara í göngu með blöðru og í hátíðarskapi. Skátarnir og Blásarasveitin setja auðvitað þennan hátíðlega blæ á gönguna og þetta er gott dæmi um hefð sem vert er að halda í“ segir Ólöf Breiðfjörð menningarfulltrúi.

Göngunni lýkur á Garðatorgi þar sem skemmtiatriði og hoppukastalar taka við. Forseti bæjarstjórnar, Margrét Bjarnadóttir flytur ávarp og fjallkona sem klæðist skautbúningi Kvenfélags Garðabæjar flytur ljóð. Þá stíga á svið Aron Can, Prettyboitjokko, Elsa úr Frost, Latibær og fleira skemmtilegt segir Ólöf. Skátarnir sjá svo um að allt gangi vel fyrir sig í hoppukastölum á torginu og selja einnig popp og kandífloss.

Kvenfélagskaffi að góðum sið

„Það er ómissandi að setjast niður og fá sér tertusneið og kaffisopa og spjalla við vini og fjölskyldu á 17. júní. Það er líklega einsdæmi á höfuðborgarsvæðinu að geta notið kaffihlaðborðs kvenfélags en við erum ótrúlega þakklát Kvenfélagi Garðabæjar fyrir að standa fyrir einu slíku og gestir kunna sannarlega að meta þessa góðu hefð“ bætir Ólöf við en kaffihlaðborðið fer fram í Sveinatungu, Garðatorgi 7.

Fleira fyrir börnin

Boðið verður upp á andlitsmálun á rampinum  á Garðatorgi 7 og fánasmiðju við bókasafnið en á safninu sjálfu verður hægt að taka þátt í krakka-karaókí.

Sigríður Thorlacius í sal Tónlistarskóla Garðabæjar

Um árabil hafa farið fram kvöldtónleikar í sal Tónlistarskólans við Kirkjulund. Að þessu sinni er það söngkonan Sigríður Thorlacius sem kemur fram með ljúfa dagskrá sem samanstendur af þekktum jazzlögum ásamt dægurlögum. Með Sigríði leika Gunnar Gunnarsson á píanó, Birgir Steinn Theodórsson á kontrabassa og Jóel Pálsson á saxófón. „Það er einstakt að taka á móti fólki að kvöldi 17. júní í fallega sal Tónlistarskólans en ljúfir tónleikar Sigríðar Thorlacius ættu að henta fólki á öllum aldri“ segir menningarfulltrúinn.

Kvöldtónleikarnir hefjast kl. 20 og er aðgangur ókeypis.

Það er ljóst að Garðbæingar geta notið þjóðhátíðardagsins en rétt er að geta þess að Hönnunarsafn Íslands er opið frá 12-17 og aðgangur ókeypis. Þá er Álftaneslaug opin frá 10-14. Minjagarðurinn á Hofsstöðum er einnig tilvalinn áningastaður sem og sýningin Aftur til Hofsstaða á Garðatorgi 7.

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar

Vefkökur og persónuvernd

Vefur kgp.is notast við vefkökur í þeim tilgangi að veita þér sem bestu upplifun þegar þú heimsækir okkur á vefnum.  Vefkökurnar eru vistaðar í vafranum þínum og þjóna m.a. þeim tilgangi að kerfið "þekkir þig" þegar þú kemur aftur á vefinn okkar.  Þannig þarftu t.d. ekki að fara aftur í gegnum samþykktarferlið fyrir vefkökur, ert ekki spurð(ur) aftur og aftur hvort þú vilt skrá þig á póstlista eða um aðra virkni sem þú hefur annað hvort samþykkt eða hafnað í fyrri heimsóknum o.fl. o.fl.

Þú getur stillt vefkökurnar hér til vinstri.

Með kærri kveðju,
Starfsfólk KGP.is vefsins