Dagmar Íris dúx FG

Stærsta brautskráning frá upphafi Fjölbrautaskólans í Garðabæ var haldin laugardaginn 28.maí en þá voru alls 117 nemendur brautskráðir frá skólanum. 

Þarf af voru 111 sem luku stúdentsprófi, flestir af viðskiptabraut, eða 24 talsins, síðan 23 af myndlistarbrautum, 14 af hönnunar og markaðsbraut og 13 af félagsvísindabraut. 

Dúx að þessu sinni varð Dagmar Íris Hafsteinsdóttir, með rúmlega 9 í meðaleinkunn, en hún var einnig liðsmaður Gettu-betur liðs FG, sem lenti í öðru sæti í keppninni í ár. 

Sérstök samfélagsverðlaun fengu Oddur Helgi Ólafsson og Andrea Líf Rúnarsdóttir, fyrir að vera skólanum til sóma á allan hátt og stuðla að góðum anda innan hans með hegðun, framkomu og viðmóti.  
Oddur stjórnaði einnig samsöng kórs nemenda og kennara á sænska laginu ,,Vem kan segla för utan vind“ og spilaði þar á harmonikku, ásamt Ylfu Ösp Áskelsdóttur, leiklistarkennara.  

Fjöldi annarra nemenda fékk verðlaun fyrir námsárangur, skólasókn og annað.  Sigrún Jóhannsdóttir flutti síðan ræðu nýstúdents í lok athafnar. 

Forsíðumyndin er af Dagmar Írisi, dúx FG og Kristni Þorsteinssyni skólameistara FG

Stærsta brautskráning frá upphafi Fjölbrautaskólans í Garðabæ var haldin laugardaginn 28.maí en þá voru alls 117 nemendur brautskráðir frá skólanum. 
Sérstök samfélagsverðlaun fengu Oddur Helgi Ólafsson og Andrea Líf Rúnarsdóttir. Hér eru þau ásamt Kristni Þorsteinssyni skólameistara FG


Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar