Chateaubriand steikin er tekin úr besta parti nautalundarinnar – Tilvalin á bóndadaginn

Bóndadagurinn er 20. janúar nk. Garðapósturinn/Kópavogspósturinn fékk snillingana í Kjötkompaní til að deila góðum eldunarleiðbeiningum fyrir Chateaubriand, en steikin er tekin úr besta parti nautalundarinnar og ætti því að hitta í mark hjá bóndanum á sjálfan bóndadaginn.

Chateaubriand steikin er tekin úr besta parti nautalundarinnar, miðjunni. Grillið/steikið lundina í 3 mín á hvorri hlið á háum hita.

Eftir 1,5 mín er gott að snúa steikinni aðeins á sömu hlið til að fá fallegar grillrendur. Klárið eldun á ca 80 til 90°c þangað til steikin nær 52° í kjarnhita.

Rauðvínssósa Kjötkompaní
1 ltr nautasoð
1 dl rauðvín
2 dl rjómi
20 gr nautakraftur
3 gr salt
1 gr svartur pipar
1 gr timian
30 gr íslenskt smjör
Smjörbolla, hveiti og brætt smjörlíki

Aðferð
Nautasoð, rauðvín og krydd sett í pott og hitað upp að suðumarki. Rjóma og smjörbollu bætt út í og látið sjóða í ca 20 – 30 mínútur. Að því loknu er smjöri bætt í sósuna og hrært vel saman.

Meðlæti
Fondant kartöflur með trufflukartöflumús frá Kjötkompaní.

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar