Gullsmiðurinn og skartgripahönnuðurinn Lovísa Halldórsdóttir Olesen hefur hannað skart undir eigin merkjum, bylovisa í 10 ár. Skartið hennar hefur notið mikilla vinsælda enda hefur hún tvinnað saman sígilda hönnun við nýjustu strauma hverju sinni. Lovísa hefur mest hannað og smíðað skartgripi fyrir konur en nú verður breyting á því í dag, 13. júní frumsýnir hún fyrstu herralínu sína.
Afhverju ákvaðst þú að auka fjölbreyttnina og byrja á því hanna skartgripi fyrir karlmenn? ,,Eftirspurnin er orðin meiri eftir herraskarti en áður og jú löngu orðið tímabært að koma með herralínu hjá okkur í bylovisa. Ég hef auðvitað smíðað herraskart í mörg ár, sérpantanir en nú er að koma heil lína.”
En að hverju eru karlmenn helst að leita eftir, hvernig skartgripi ganga þeir helst með? ,,Herraskart er að breytast. Það er ekki endilega svona gróft eins og hefur verið.Það vinsælasta hjá körlum hafa verið armbönd og hringar en hálsmen og fínlegri keðjur eru vinsæl núna.”
Kraftmikil lína og skartgripirnir eru bæði klassískir og grófir í bland
Hverjar eru svona helstu áherslur þínar í nýju skartgripalínunni fyrir herrana – hvernig er hönnunin? ,,Ég vil ekki segja of mikið – hún er allskonar, línan er kraftmikil, skartgripirnir eru bæði klassískir og grófir í bland. Ég vinn mikið með áferðir og oxideringu. Herraskartgripirnir eru úr silfri og 14kt gulli.”
Og er ekki komin töluverð spenna fyrir fyrstu herralínunni þinni? ,,Ég er mjög spennt að loksins sé hún klár og mjög spennt að heyra viðbrögð viðskiptavinanna. Við erum aðeins farin að sýna bak við tjöldin á instagram og fólk virðist líka spennt.”
Eru karlmenn feimnir við að nota skartgripi? ,,Þeir voru það en það hefur breyst mjög mikið. Þeir eru ekki lengur að bíða eftir að fá gjöf heldur eins og við konurnar kaupa þeir sér núorðið sjálfir skartgripi.”
Og nú geta konurnar mætt og verslað skart fyrir herrana? ,,Svo sannarlega og þær hafa mikið verið að bíða eftir að fá herraskartgripi hjá okkur,” segir hún brosandi.
Þú ætlar að kynna nýju herralínuna í verslun þinni bylovisa í dag, 13. júní? ,,Já, þegar við opnum verslunina í dag þá verður herralínan komin í skápana í Vinastræti og einnig í netverslun okkar á bylovisa.is. Ég verð að sjálfsögðu á staðnum og hlakka mikið til þess að kynna línuna fyrir viðskiptavini okkar,” segir Lovísa og bætir við að þau bjóði upp á léttar veit-ingar í dag afþessu tilefni og það eru allir boðnir velkomnir, en verslunin, bylovsia er staðsett að Vinastræti 16 í Urriðaholti Garðabæ.