Bústoð opnar í Garðabæ

Húsgagna- og gjafavöruverslunin Bústoð, sem fagnar 50 ára afmæli á næsta ári, opnar nýja verslun að Miðhrauni 24 í Garðabæ í dag, fimmtudagm klukkan 11.

Bústoð hefur verið starfrækt í Reykjanesbæ frá árinu 1975 og hefur notið mikilla vinsælda fyrir vönduð húsgögn á góðu verði. Ný verslun í Garðabæ er viðbót við núverandi starfsemi en verslun félagsins í Reykjanesbæ mun áfram sinna viðskiptavinum félagsins á Suðurnesjunum. 

Gríðarlega spennt að opna nýja verslun í Garðabæ

Við erum gríðarlega spennt að opna nýja verslun í Garðabænum. Verslunin verður einstaklega falleg, opin, björt og notaleg. Um er að ræða glæsilegan 500 fermetra sýningarsal, þar sem við munum bjóða upp á allar okkar vinsælustu vörur ásamt töluvert af nýjungum. Markmiðið með opnun á nýrri verslun er að bæta þjónustu við viðskiptavini á höfuðborgarsvæðinu en þar eigum við marga trausta viðskiptavini og finnum fyrir mikilli eftirspurn. Bústoð er rótgróið fyrirtæki sem hefur náð góðum árangri í sölu innan sem utan Suðurnesja. Við bjóðum upp á vönduð húsgögn frá þekktum vörumerkjum sem hafa notið vinsælda hér á landi, eins og Calia Italia og skandinavískar vörur  frá Skovby og Furnhouse. Við leggjum mikið upp úr góðri, persónulegri þjónustu og hóflegri álagningu alla daga ársins,“ segir Birgitta Ósk Helgadóttir, verslunarstjóri Bústoð í Garðabæ:

Forsíðumynd: Húsgagna- og gjafavöruverslunin Bústoð opnar í dag kl. 11 að Miðhrauni 24 í Garðabæ, við hliðina á nýrri verslun Bónus.

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar

Vefkökur og persónuvernd

Vefur kgp.is notast við vefkökur í þeim tilgangi að veita þér sem bestu upplifun þegar þú heimsækir okkur á vefnum.  Vefkökurnar eru vistaðar í vafranum þínum og þjóna m.a. þeim tilgangi að kerfið "þekkir þig" þegar þú kemur aftur á vefinn okkar.  Þannig þarftu t.d. ekki að fara aftur í gegnum samþykktarferlið fyrir vefkökur, ert ekki spurð(ur) aftur og aftur hvort þú vilt skrá þig á póstlista eða um aðra virkni sem þú hefur annað hvort samþykkt eða hafnað í fyrri heimsóknum o.fl. o.fl.

Þú getur stillt vefkökurnar hér til vinstri.

Með kærri kveðju,
Starfsfólk KGP.is vefsins