Við erum tilbúin í slaginn og mjög spennt fyrir deginum og komandi dögum segir Birgitta Ósk hjá húsgagna- og gjafavöruversluninni Bústoð sem opnar í Garðabæ í dag

Húsgagna- og gjafavöruverslunin Bústoð opnar í dag nýja og glæsilega verslun að Miðhrauni 24 í Garðabæ þar sem ný Bónusverslun er til húsa, en Bústoð hefur verið starfrækt frá 1975 og ávallt verið staðsett i Reykjanesbæ.
 
Það er því stór tímamót hjá eigendum verslunarinnar að opna dyr sínar í Garðabæ. Í Bústoð er hægt að fá fjölbreytt úrval af húsgögnum og smávöru fyrir heimilið, en markmið verslunarinnar hefur allt frá upphafi verið að bjóða upp á gæðavöru á góðu verði. Þá má geta þess að Bústoð er með fyrirtækjaþjónustu og býður einnig upp á mikið úrval af skólahúsgögnum og sjá starfsmenn Bústoðar m.a. um hönnun og útfærslu á skólastofum og fyrirtækjarýmum sé þess óskað.

Húsgagna- og gjafavöruverslunin Bústoð opnar í dag kl. 11 nýja og glæsilega verslun að Miðhrauni 24 í Garðabæ þar sem ný Bónusverslun er til húsa

Birgitta Ósk Helgadóttir, er verslunarstjóri í Garðabæ og meðeigandi. Garðapósturinn spurði hvernig þeim litist á að vera opna á höfuðborgarsvæðinu og hugmyndina á bak við þá ákvörðun? ,,Við erum gríðarlega spennt fyrir opnuninni í dag. Verslunin verður opin milli 11 og 18 alla virka daga og milli 11 og 16 á laugardögum. Hugmyndin að því að opna verslun á höfuðborgarsvæðinu er kannski ekki ný af nálinni, enda hafa viðskiptavinir okkar verið að kalla eftir þessu í gegnum árin. Hins vegar fór allt á fullt síðastliðið vor, eftir að við fundum þessa góðu staðsetningu. Þetta er fullkomið rými fyrir húsgagnaverslun,“ segir hún.

Bústoð er rótgróið fyrirtæki, en það fagnar 50 ára afmæli á næsta ári. Má segja að opnun Bústoða að Miðhrauni sé snemmbúin afmælisgjöf? ,,Já, það má alveg segja það. Við erum mjög stolt af því að ná þessum áfanga á næsta ári og munum alveg örugglega gera líka eitthvað skemmtilegt á afmælisárinu.“  

Aukið vöruúrval

Og þetta er bjart, fallegt og stórt verslunarrými að Miðhrauni – hverju mega viðskiptavinir eiga von á og eru þið að bjóða upp á ný merki og einhverjar nýjungar miðað við vöruúrvalið í versluninni í Reykjanesbæ? ,,Já, við verðum með eitthvað af nýjum merkjum í gjafavörunni og frábært úrval sömuleiðis í húsgögnunum frá okkar vinsælustu vörumerkjum. Við höfum verið að auka úrvalið jafnt og þétt undanfarin tvö ár og erum á þeim stað í dag að vera með öflugt mengi af vörum og náum þannig bæði til eldri og yngri kynslóða. Allir eiga að geta fundið eitthvað fallegt við sitt hæfi, hvort sem það er sófi, sófaborð,  borðstofuborð, skenkar stólar, skápar eða annað fyrir heimilið.“

Vönduð húsgögn frá þekktum vörumerkjum

Og þið bjóðið upp á gott úrval af húsgögnum og gjafavöru og hafið lagt áherslu á gott verð? ,,Við bjóðum upp á vönduð húsgögn frá þekktum vörumerkjum sem hafa notið vinsælda hér á landi, eins og Calia Italia og skandinavískar vörur frá Skovby og Furnhouse. Við leggjum mikið upp úr góðri, persónulegri þjónustu og hóflegri álagningu alla daga ársins. Þetta hefur verið okkar sérstaða og skilað því að viðskiptavinir okkar fara ánægðir og koma aftur.“

En þrátt fyrir að vera opna verslunina í Miðhrauni þá haldið þið einnig úti öflugri netsíðu sem hefur notið vinsælda? ,,Já, alveg eins og við munum halda áfram að reka flotta verslun í Reykjanesbæ, þar sem áfram verður boðið upp á frábært vöruúrval í 1.200 fermetra sýningarsal. En það er rétt, heimasíðan okkar nýtur vinsælda eftir að við tókum hana í gegn í fyrra. Hún er bæði vinsæl gjafavöruverslun en nýtist einnig sem búðagluggi fyrir húsgögnin.“

Ítölsku leðursófarnir vinsælir

Og svo fagnið þið 50 ára afmæli á næsta ári, er einhver ákveðin vara hjá ykkur sem hefur notið hvað mestra vinsælda í gegnum árin? ,,Okkar vinsælustu húsgögn í gegnum árin hafa verið ítalskir leðursófar frá Calia Italia. Hins vegar hafa bæði Skovby og Furnhouse verið að sækja í sig veðrið undanfarin tvö ár og því má segja að þessi merki, ásamt húsgögnum frá Zijlstra séu þau sem viðskiptavinir okkar versla hvað mest. Gjafavaran hefur líka vaxið mikið undanfarin ár,“ segir Birgitta og bætir við: ,,Við bindum því miklar vonir um að hún verði vinsæl meðal íbúa nálægt versluninni, í Garðabæ, Kópavogi og Hafnarfirði. Þar erum við að bjóða þessar klassísku vörur frá Iittala, Royal Copenhagen, Bitz. Svo erum við með vörur frá  Modern House , sem og ilmkerti frá Victor Vassier, Heklu Islandi, Vorhús  og sælkeravörur frá Lie Gourmet.  Svo bætast við ný vörumerki smá saman. Allir ættu því að finna eitthvað fallegt við sitt hæfi.“

En hvaða hlutur er í uppáhaldi hjá ykkur í versluninni í dag? ,,Ég myndi segja allir nýju dásamlegu sófarnir frá Furnhouse.  Bæði fallegir og gríðalega þæginlegir.“

Og er spenna í mannskapnum að opna að Miðhrauni í dag, mannskapurinn tilbúinn í slaginn? ,,Við opnum klukkan 11 í dag og verðum með opið til klukkan 18. Við erum heldur betur tilbúin í slaginn og mjög spennt fyrir deginum og komandi dögum.“  

Opnunartilboð í gjafavörunni

Einhver opnunartilboð svona fyrstu dagana? ,,Við verðum með opnunartilboð í gjafavörunni fram yfir helgi, sem og í ákveðnum húsgögnum í samstarfi við okkar birgja. Vonandi sjáum við sem flesta í dag eða næstu daga. Við hlökkum mikið til að taka á móti gömlum og nýjum viðskiptavinum á Miðhrauni,“ segir hún að lokum

Forsíðumynd: Birgitta Ósk Helgadóttir, er verslunarstjóri í Garðabæ og meðeigandi.

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar