Búið að moka snjó af bílastæðunum á Garðatorgi

Töluvert snjóaði í nótt í Garðabæ eins og á höfuðborg­ar­svæðinu öllu og gætu bæjarbúar hafa þurft að moka snjó frá bílum og skafa vel af þeim áður en haldið var af stað í um­ferðina í morg­un. 

Snjóruðnings­tæki voru við vinnu í nótt og í morgun í Garðabæ og unnið var að því að sem mest væri fært þegar morg­un­um­ferðin skall á.

Búið var að ryðja allan snjó af bílastæðunum á Garðatorgi snemma í morgun og snjónum safnað í stóran skafl á planinu eins og sjá má. Það var því lítið mál fyrir bæjarbúa að sækja sér einn Cafe latte eða Cappuccino og eitthvað með því á Te & kaffi áður en haldið var í vinnu í morgun.

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar