Brynja Dan og Hlynur Bærings leiða lista Framsóknarflokksins í Garðabæ

Brynja Dan Gunnars­dóttir verður oddviti Framsóknarflokksins í Garðabæ fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar 14. maí nk. og körfuboltakappinn, Hlynur Bæringsson, fyrirliði Stjörnunnar, verður í 2. sæti á lista flokksins samkvæmt heimildum Garðapóstsins, en framboðslistinn verður kynntur á félagsfundi Framsóknar í Garðabæ kl. 19:00 í kvöld.

Hlynur Bæringsson skipar 2. sæti á lista Framsóknarflokksins í Garðabæ fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar.

Þá mun Rakel Norðfjörð Vilhjálmsdóttir skipa 3. sætið og Einar Örn Ævarsson er í 4. sæti.

Brynja Dan Gunnars­dóttir skipaði annað sæti á lista Fram­sóknar­flokksins í Reykja­vík norður í þing­kosningum sl. haust, en hún hefur verið á­berandi á sam­fé­lags­miðlum og í þjóð­fé­laginu síðustu ár.  Flestir þekkja þó sjálfsagt Brynju Dan sem stofnanda Extra­l­oppunnar og fyrir sjónvarpsþáttinn, Leitin að upp­runanum sem hún tók þátt, en Brynja er ætt­leidd frá Sri Lanka og á 14 ára strák.

Forsíðumynd: Brynja Dan (Mynd: Framsóknarflokkurinn).

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar