Brjóstagjafaráðgjöf og bókakynning

Á foreldramorgni Bókasafns Garðabæjar, fimmtudaginn 23. janúar kl. 10:30 verður að þessu sinni boðið upp á fyrirlestur og bókakynningu þar sem farið verður yfir hinar ýmsu áskoranir sem upp koma í brjóstagjöf og ráðleggingar um hvernig hægt er að takast á við þær.

Höfundar Brjóstagjafabókarinnar þær: Hallfríður K. Jónsdóttir, Hildur A. Ármannsdóttir, Hulda S. Þórðardóttir, Ingibjörg Eiríksdóttir og Þórunn Pálsdóttir sem eru allar ljósmæður og brjóstagjafaráðgjafar IBCLC. Brjóstagjafabókin sameinar þekkingu þeirra og visku á einum stað til að hún gagnist sem flestum.

Í bókinni má finna upplýsingar um af hverju brjóstagjöf er mikilvæg heilsu móður og barns, hvernig best er að undirbúa sig undir brjóstagjöf, hagnýt ráð fyrir fyrstu dagana og hvernig mjólkurframleiðslan virkar.

Foreldramorgnar eru haldnir á bókasafninu alla fimmtudaga kl. 10.30 til og með15. maí.

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar

Vefkökur og persónuvernd

Vefur kgp.is notast við vefkökur í þeim tilgangi að veita þér sem bestu upplifun þegar þú heimsækir okkur á vefnum.  Vefkökurnar eru vistaðar í vafranum þínum og þjóna m.a. þeim tilgangi að kerfið "þekkir þig" þegar þú kemur aftur á vefinn okkar.  Þannig þarftu t.d. ekki að fara aftur í gegnum samþykktarferlið fyrir vefkökur, ert ekki spurð(ur) aftur og aftur hvort þú vilt skrá þig á póstlista eða um aðra virkni sem þú hefur annað hvort samþykkt eða hafnað í fyrri heimsóknum o.fl. o.fl.

Þú getur stillt vefkökurnar hér til vinstri.

Með kærri kveðju,
Starfsfólk KGP.is vefsins