Bóndadagssteikin er Nautalund De Luxe

Bóndadagurinn er á morgun, föstudaginn 26. janúar nk. og Garðpósturinn/Kópavogspósturinn fékk Jón Örn Stefánsson, matreiðslumeistara í Kjötkompaní til að deila góðum eldunarleiðbeiningum fyrir bóndadagssteikina í ár, sem er Nautalund De Luxe, en helgina, 26. og 27. janúar er 20% afsláttur af nautalundinni ásamt ýmsum öðrum steikum og meðlæti í Kjötkompaní.

Meyrasti hlutinn á nautinu og latasti vöðvinn

Lundin er meyrasti hlutinn á nautinu með mjög fína vöðvaþræði og því mjúk undir tönn. Hún liggur undir rifjunum á nautinu og er álagið á vöðvanum frekar lítið og lundin því oft kölluð latasti vöðvi skepnunnar. Hún ætti því að hitta í mark hjá bóndanum á sjálfan bóndadaginn.

NAUTALUND DE LUXE

Eldunarleiðbeiningar:
Hitið grillið mjög vel, lokið lundinni á háum hita í ca. 1-2 mínútur á hvorri hlið. Lækkið svo hitann á grillinu í ca. 100 gráður og klárið eldun í ca. 52 gráðum í kjarna. Látið steikina hvíla í 5 mínútur.

Meðlæti:
,,Ég mæli með Ranch sósunni okkar með Nautalund De Luxe steikinni og jafnvel fondant kartöflum með trufflukartöflumús,” segir Jón Örn.

20% afsláttur

,,Við verðum með á 20% afslátt um bóndadagshelgina af Nautalund De Luxe, nauta mínútusteik, nautalund Delicato, Lambakonfekt, Kálfa snitsel milanese og sælkeradraum,” segir Jón Örn.

Jón Örn Stefánsson, matreiðslumeistari í Kjötkompaní

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar