Bókaverðlaun barnanna – úrslit í Garðabæ

Árlega geta börn á aldrinum 6 – 12 ára tekið þátt í Bókaverðlaunum barnanna með því að kjósa sínar uppáhaldsbækur á almennings- og skólabókasöfnum og velja þannig bestu barnabækur síðasta árs. Veggspjöld með mynd af öllum útgefnum bókum ársins á undan eru til sýnis á söfnunum til að auðvelda krökkunum valið. Töluverð þátttaka var í ár, en um 350 atkvæði bárust.

Ásthildur Eva Sigurðardóttir, nemandi í 3.bekk Sjálandsskóla
Agnes María Pétursdóttir, nemandi í 4.bekk Álftanesskóla

Börnin fylla út atkvæðaseðil þar sem þau tilnefna þrjár bækur og skila honum í kjörkassa. Bókasafn Garðabæjar telur saman atkvæðin sem berast frá bókasöfnum bæjarins og fær þannig úrslit fyrir vinsælustu bækurnar í kosningunni í Garðabæ. Þær bækur sem hlutu flest atkvæði að þessu sinni voru Orri óstöðvandi: bókin hennar Möggu Messi eftir Bjarna Fritzson, Lára lærir að lesa eftir Birgittu Haukdal, Dagbók Kidda klaufa: Snjóstríðið eftir Jeff Kinney og Bekkurinn minn: Prumpusamloka eftir Yrsu Þöll Gylfadóttur.

Jökull Orri Aríelsson, 7 ára nemandi í Flataskóla

Þrír heppnir þátttakendur voru dregnir úr atkvæðaseðlunum en það voru þau Agnes María Pétursdóttir, nemandi í 4.bekk Álftanesskóla, Jökull Orri Aríelsson, 7 ára nemandi í Flataskóla og Ásthildur Eva Sigurðardóttir, nemandi í 3.bekk Sjálandsskóla og fengu þau bókasafnspoka og bókina Blokkin á Heimsenda eftir Arndísi Þórarinsdóttur og Huldu Sigrúnu Bjarnadóttur í verðlaun.

Sumarlesturinn hefst 29. maí

Bókasafnið óskar þeim til hamingju og þakkar öllum kærlega fyrir þátttökuna og hvetur börn á grunnskólaaldri til að taka svo þátt í Sumarlestrinum en skráning í það lestrarátak hefst 29.maí.

Rósa Þóra Magnúsdóttir

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar