Bókagjöf til barna fædd árið 2021

Miðstöð menntunar og skólaþjónustu gaf bókina Orð eru ævintýri út í fyrra og var öllum börnum á Íslandi fædd árin 2018, 2019 og 2020 færð bókin. Auk þess fengu allir leikskólar afhent eintök af henni.

Í ár fá börn fædd árið 2021 bókina að gjöf. Einnig mun hver og einn leikskóli fá glæný spil og samtalsspjöld afhent.

Bókin Orð eru ævintýri er litrík myndaorðabók sem inniheldur yfir 1000 algeng íslensk orð. Efnið er vel til þess fallið að spjalla um orð daglegs lífs við nemendur sem eru að stíga sín fyrstu skref í íslensku. Þannig er hægt að efla orðaforða þeirra og virkja ímyndunaraflið.

Spilin og samtalsspjöldin auka þá gildi verkefnisins Orð eru ævintýri enn frekar en þær viðbætur má, eins og bókina, nýta með börnum við eflingu málþroska.

Miðstöð menntunar og skólaþjónustu vann verkefnið Orð eru ævintýri í samvinnu við Miðju máls og læsis hjá skóla- og frístundasviði Reykjavíkurborgar, leikskólana Laugasól og Blásali, Austurbæjarskóla og námsbraut í talmeinafræði við Háskóla Íslands.

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar

Vefkökur og persónuvernd

Vefur kgp.is notast við vefkökur í þeim tilgangi að veita þér sem bestu upplifun þegar þú heimsækir okkur á vefnum.  Vefkökurnar eru vistaðar í vafranum þínum og þjóna m.a. þeim tilgangi að kerfið "þekkir þig" þegar þú kemur aftur á vefinn okkar.  Þannig þarftu t.d. ekki að fara aftur í gegnum samþykktarferlið fyrir vefkökur, ert ekki spurð(ur) aftur og aftur hvort þú vilt skrá þig á póstlista eða um aðra virkni sem þú hefur annað hvort samþykkt eða hafnað í fyrri heimsóknum o.fl. o.fl.

Þú getur stillt vefkökurnar hér til vinstri.

Með kærri kveðju,
Starfsfólk KGP.is vefsins