Það var sannkallað sumarveður þegar boðið var upp á fyrsta Qigong tímann í bæjargarðinum miðvikudaginn 23. júní sl. Alla miðvikudaga í sumar til 18. ágúst nk. ætla Garðabær og hreyfingar – og heilsustöðin Tveir heimar að bjóða upp á Qigong hreyfilist fyrir íbúa bæjarins og öðrum gestum þeim að kostnaðarlausu. Tímarnir eru 45 mínútur að lengd og hefjast kl. 11 alla miðvikudaga.
Tilvalið að koma gangandi á svæðið en fyrir þá sem koma akandi er bent á bílastæði við Ásgarð og Stjörnuheimilið. Qigong er haldið í Bæjargarðinum, sunnan við Ásgarðssvæðið, farið fram hjá Stjörnuheimilinu og inn með götunni Garðfit að opnu svæði sunnan við sandvelli og fótboltavöll í garðinum. Sjá kort hér neðar í frétt.
QIGONG ÚTI Í SUMAR! er opin þjálfun og kennsla sem hentar öllum óháð aldri. Qigong er kínversk hreyfilist sem hefur verið stunduð lengi og hefur notið vaxandi vinsælda á undanförnum árum.