Bleik messa í Vídalínskirkju og sunnudagaskólar

Fram undan eru góðar stundir í Vídalínskirkju. Á morgun, sunnudaginn 27. október kl. 11 er bleik messa í Vídalínskirkju þar sem hjónin Jóna Hrönn Bolladóttir og Bjarni Karlsson prédika og þjóna fyrir altari. Kór Vídalínskirkju syngur undir stjórn Jóhanns Baldvinssonar organista.

Í messunni verður beðið fyrir krabbameinsveikum og ástvinum þeirra en kirkjugestum gefst auk þess kostur á að styrkja Krabbameinsfélagið í messukaffinu.

Kl. 10:00 Sunnudagaskóli í Urriðaholtsskóla
Kl. 11:00 Sunnudagaskóli í Vídalínskirkju
Kl. 11:00 Bleik messa í Vídalínskirkju

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar